Brasilíumaðurinn Neymar hefur tjáð Leonardo, yfirmanni knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain, að hann vilji yfirgefa félagið. Sky Sports greinir frá.
Neymar hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, Barcelona, í sumar.
Hann sneri aftur til æfinga hjá PSG í dag og var ekki lengi að biðja um sölu frá félaginu.
Barcelona hefur ekki enn gert tilboð í Neymar en samkvæmt heimildum Sky þarf félagið að bjóða PSG leikmenn í skiptum svo Frakklandsmeistararnir selji þeim brasilíska framherjann. Landi Neymars, Philippe Coutinho, hefur verið nefndur í því samhengi.
Leonardo hefur sagt að PSG gæti selt Neymar ef álitlegt tilboð berst í hann og að félagið hefði átt í óformlegum viðræðum við Barcelona.
Neymar er dýrasti fótboltamaður allra tíma en PSG greiddi Barcelona um 200 milljónir punda fyrir hann 2017.
Neymar óskar eftir sölu

Tengdar fréttir

„Neymar má fara“
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær.

Neymar fær himinháa sekt eftir að hafa skrópað á æfingu
PSG hefur gripið til ráðstafanna vegna fjarveru Neymar.

Real sagt ætla í baráttu við Barca um Neymar
Real Madrid ætlar að blanda sér í baráttuna um brasilísku stórstjörnuna Neymar í sumar eftir því sem segir í spænskum fjölmiðlum.

Neymar skrópaði á æfingu
Brassin heldur áfram að baka vandræði.

Uppáhalds minning Neymars er þegar hann vann PSG
Brasilíumaðurinn Neymar heldur áfram að daðra við sitt gamla félag, Barcelona.