3.114 fiskar veiddust í vikunni í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2019 10:00 Atli Bergman með væna urriða úr Veiðivötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Þriðja veiðivikan í Veiðivötnum var greinilega ágæt og þrátt fyrir krefjandi skilyrði suma dagana eru komnir yfir 10.000 fiskar á land. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin í 10.772 fiska en eins og venjulega þegar rýnt er í tölurnar er fyrsta vikan yfirleitt alltaf best nema á mjög köldu ári. Fyrsta vikan á þessu tímabili gaf 4.020 fiska. Mesta veiðin er úr Litlasjó sem hefur gefið 2.828 urriða og þar kemur svo næst á eftir Snjóölduvatn sem hefur gefið 2.656 fiska, mest bleikju en það er mjög mikið af 1-2 punda bleikju í vatninu. Vötnin sunnan Tungnár hafa verið mun minna sótt en við höfum þó frétt af nokkrum veiðimönnum sem hafa verið að kíkja í Ljótapoll og gert ágæta veiði. Mikill fjöldi hefur sótt í Frostastaðavatn suma dagana en þar hefur verið grisjunarátak í gangi enda vatnið ofsetið af smábleikju. Þrátt fyrir að bleikjan úr vatninu sé smá þá er hún afar bragðgóð. Mest lesið Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði
Þriðja veiðivikan í Veiðivötnum var greinilega ágæt og þrátt fyrir krefjandi skilyrði suma dagana eru komnir yfir 10.000 fiskar á land. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin í 10.772 fiska en eins og venjulega þegar rýnt er í tölurnar er fyrsta vikan yfirleitt alltaf best nema á mjög köldu ári. Fyrsta vikan á þessu tímabili gaf 4.020 fiska. Mesta veiðin er úr Litlasjó sem hefur gefið 2.828 urriða og þar kemur svo næst á eftir Snjóölduvatn sem hefur gefið 2.656 fiska, mest bleikju en það er mjög mikið af 1-2 punda bleikju í vatninu. Vötnin sunnan Tungnár hafa verið mun minna sótt en við höfum þó frétt af nokkrum veiðimönnum sem hafa verið að kíkja í Ljótapoll og gert ágæta veiði. Mikill fjöldi hefur sótt í Frostastaðavatn suma dagana en þar hefur verið grisjunarátak í gangi enda vatnið ofsetið af smábleikju. Þrátt fyrir að bleikjan úr vatninu sé smá þá er hún afar bragðgóð.
Mest lesið Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði