Bergmál frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2019 11:56 Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Mynd/Aðsend „Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Bergmál mögulega,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál sem valin hefur verið til þess að keppa í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss sem fram fer í ágúst. Bergmál mun keppa þar um Gyllta Hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veit eru á hverju ári. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Bergmál er ekki fyrsta kvikmynd Rúnars sem tekur þátt á helstu kvikmyndahátíðum heims en mynd hans „Síðasti Bærinn“ var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og myndir hans hafa tekið þátt á hátíðum eins og Cannes, Toronto, Sundance og San Sebastian svo nokkrar séu nefndar. Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus framleiðslufyrirtæki myndarinnar, segir frumsýninguna á hátíðinni vera mikinn heiður. „Bergmál er listrænt djörf en á sama tíma einstaklega falleg og manneskjuleg mynd sem sameinar svo margt. Húmor, sorg og fegurð. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hefur verið gerð önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd” segir Lilja Ósk. Undirbúningur að Bergmáli byrjaði að fullu árið 2018 en þá var verkefnið valið fyrst íslenskra verkefna til að taka þátt í Cannes Atelier, sem er fyrir kvikmyndir í fjármögnun og er partur af aðalhluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.Síðan þá hefur verið mikill áhugi fyrir myndinni sem nú um ári seinna, hefur ný lokið eftirvinnslu.Franska fyrirtækið Jour2féte sér um sölu og dreifingu erlendis en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Bergmál mögulega,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál sem valin hefur verið til þess að keppa í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss sem fram fer í ágúst. Bergmál mun keppa þar um Gyllta Hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veit eru á hverju ári. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Bergmál er ekki fyrsta kvikmynd Rúnars sem tekur þátt á helstu kvikmyndahátíðum heims en mynd hans „Síðasti Bærinn“ var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og myndir hans hafa tekið þátt á hátíðum eins og Cannes, Toronto, Sundance og San Sebastian svo nokkrar séu nefndar. Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus framleiðslufyrirtæki myndarinnar, segir frumsýninguna á hátíðinni vera mikinn heiður. „Bergmál er listrænt djörf en á sama tíma einstaklega falleg og manneskjuleg mynd sem sameinar svo margt. Húmor, sorg og fegurð. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hefur verið gerð önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd” segir Lilja Ósk. Undirbúningur að Bergmáli byrjaði að fullu árið 2018 en þá var verkefnið valið fyrst íslenskra verkefna til að taka þátt í Cannes Atelier, sem er fyrir kvikmyndir í fjármögnun og er partur af aðalhluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.Síðan þá hefur verið mikill áhugi fyrir myndinni sem nú um ári seinna, hefur ný lokið eftirvinnslu.Franska fyrirtækið Jour2féte sér um sölu og dreifingu erlendis en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira