Félagaskiptin hafa verið yfirvofandi í allt sumar en de Ligt gekkst undir læknisskoðun í Torinó í gær.
Í yfirlýsingu Juventus er kaupverðið gefið upp en Juve pungar út 75 milljónum evra auk þess sem ákvæði er um árangurstengdar greiðslur upp á 10,5 milljónir evra.
Þessi 19 ára gamli miðvörður gerir fimm ára samning við Juventus en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 117 leiki fyrir aðallið Ajax.
LIGTS | Matthijs de Ligt officially signs for Juventus!De Ligt verður fimmti Hollendingurinn til að leika fyrir ítalska stórveldið og fetar þar með í fótspor Edwin van der Sar, Edgar Davids, Eljero Elia og Ouasim Bouy.
https://t.co/dWhtEdSULz#TURNDELIGTON#LiveAheadpic.twitter.com/1xrVIFqSBy
— JuventusFC (@juventusfcen) July 18, 2019
Juventus hefur bætt nokkrum leikmönnum í gríðarsterkan leikmannahóp sinn í sumar en helsta ber að nefna Adrien Rabiot frá PSG og Aaron Ramsey frá Arsenal.
Þá hefur liðið ekki selt neina leikmenn sem voru í lykilhlutverki frá sér en reynsluboltinn Andrea Barzagli lagði þó skóna á hilluna að loknu síðasta tímabili.