Game of Thrones-stjarna tilnefndi sjálfa sig til Emmy-tilnefningar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2019 10:55 Gwendoline Christie fór með hlutverk Brienne of Tarth í þáttunum vinsælu. Vísir/AP Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi. Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira