Hildur slysaðist inn í kvikmyndabransann Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. júlí 2019 06:00 Hildur og Máni voru í sinni daglegu gönguferð í blíðunni í Berlín í gær þegar Fréttablaðið náði tali af Hildi. Hildur Guðnadóttir „Ég var lengst af með kenningu um það að því minna sem ég æfði mig því betri yrði ég, sem var að sjálfsögðu ekki satt,“ segir Hildur Guðnadóttir tónskáld. „Ég byrjaði fyrst að læra tónlist þegar ég var fjögurra til fimm ára. Flestir í fjölskyldunni minni eru tónlistarfólk svo það var mjög eðlilegt að ég færi að læra tónlist,“ segir Hildur. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sögum. Ég vann mikið í leikhúsi og sæki oft innblástur í sögur þegar ég er að semja tónlist. Svo bara kom í ljós að þetta var form sem hentaði mér, að semja kvikmyndatónlist,“ segir Hildur . Hún er tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir tónlist í þáttunum Chernobyl og varð nýlega meðlimur Óskarsakademíunnar. Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið sem varð í Úkraínu árið 1986 og byggði Hildur hljóðheim þáttanna eingöngu á hljóðum úr kjarnorkuveri og sinni eigin rödd. Engin hljóðfæri voru notuð í tónlistina. Hildur heimsótti kjarnorkuver í Litháen í þeim tilgangi að kynnast hljóðinu, lyktinni og upplifuninni af því að vera í slíkum aðstæðum. „Ég gat tengt við mannlegu hliðina í Chernobyl. Ég skil hvað er að missa ástvini, ég skil hvað er að syrgja og ég skil hvað er að eignast barn og óttast um líf þess. En kjarnorkuhlutinn, það fannst mér bara mjög mikilvægt að fara og upplifa,“ segir hún. Hildur hefur stimplað sig vel inn í kvikmyndaheiminn en ásamt því að semja tónlistina í Chernobyl vann hún tónlistina í kvikmyndinni Joker, sem kemur út síðar á þessu ári, ásamt fjölda annarra verkefna. „Ég eiginlega slysaðist bara inn í þetta og eftir því sem að maður vinnur meira innan þessa geira þá kynnist fólk manni betur og það vindur svolítið upp á sig,“ segir Hildur og bætir við að þó að verkefnin sem unnin séu í Hollywood séu stór sé „bransinn“ minni en fólk heldur. „Það er voða fljótt að kvisast út hver er hvað og hver vill vinna með hverjum og svoleiðis.“ Hildur segir tilnefninguna til Emmy-verðlaunanna hafa komið sér mikið á óvart og að í henni sé mikill heiður fólginn. „Allt í einu var síminn hjá mér bara rauðglóandi, þá hafði verið birtur listi yfir tilnefningar á netinu og þetta er bara æðislegt,“ segir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Emmy Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Emmy verðlauna Hildur Guðnadóttir, tónskáld, hefur verið tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir tónsmíði sína fyrir þættina Chernobyl. 16. júlí 2019 18:16 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég var lengst af með kenningu um það að því minna sem ég æfði mig því betri yrði ég, sem var að sjálfsögðu ekki satt,“ segir Hildur Guðnadóttir tónskáld. „Ég byrjaði fyrst að læra tónlist þegar ég var fjögurra til fimm ára. Flestir í fjölskyldunni minni eru tónlistarfólk svo það var mjög eðlilegt að ég færi að læra tónlist,“ segir Hildur. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sögum. Ég vann mikið í leikhúsi og sæki oft innblástur í sögur þegar ég er að semja tónlist. Svo bara kom í ljós að þetta var form sem hentaði mér, að semja kvikmyndatónlist,“ segir Hildur . Hún er tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir tónlist í þáttunum Chernobyl og varð nýlega meðlimur Óskarsakademíunnar. Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið sem varð í Úkraínu árið 1986 og byggði Hildur hljóðheim þáttanna eingöngu á hljóðum úr kjarnorkuveri og sinni eigin rödd. Engin hljóðfæri voru notuð í tónlistina. Hildur heimsótti kjarnorkuver í Litháen í þeim tilgangi að kynnast hljóðinu, lyktinni og upplifuninni af því að vera í slíkum aðstæðum. „Ég gat tengt við mannlegu hliðina í Chernobyl. Ég skil hvað er að missa ástvini, ég skil hvað er að syrgja og ég skil hvað er að eignast barn og óttast um líf þess. En kjarnorkuhlutinn, það fannst mér bara mjög mikilvægt að fara og upplifa,“ segir hún. Hildur hefur stimplað sig vel inn í kvikmyndaheiminn en ásamt því að semja tónlistina í Chernobyl vann hún tónlistina í kvikmyndinni Joker, sem kemur út síðar á þessu ári, ásamt fjölda annarra verkefna. „Ég eiginlega slysaðist bara inn í þetta og eftir því sem að maður vinnur meira innan þessa geira þá kynnist fólk manni betur og það vindur svolítið upp á sig,“ segir Hildur og bætir við að þó að verkefnin sem unnin séu í Hollywood séu stór sé „bransinn“ minni en fólk heldur. „Það er voða fljótt að kvisast út hver er hvað og hver vill vinna með hverjum og svoleiðis.“ Hildur segir tilnefninguna til Emmy-verðlaunanna hafa komið sér mikið á óvart og að í henni sé mikill heiður fólginn. „Allt í einu var síminn hjá mér bara rauðglóandi, þá hafði verið birtur listi yfir tilnefningar á netinu og þetta er bara æðislegt,“ segir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Emmy Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Emmy verðlauna Hildur Guðnadóttir, tónskáld, hefur verið tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir tónsmíði sína fyrir þættina Chernobyl. 16. júlí 2019 18:16 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14
Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Emmy verðlauna Hildur Guðnadóttir, tónskáld, hefur verið tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir tónsmíði sína fyrir þættina Chernobyl. 16. júlí 2019 18:16