Sadio Mané: Væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 16:30 Sadio Mané með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Etsuo Hara Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool 1. júní síðastliðinn en leikurinn í kvöld skiptir Senegalann meira máli en leikurinn á móti Tottenham í Madrid. Sadio Mané og félagar í landsliði Senegal spila í kvöld til úrslita í Afríkukeppni landsliða og er mótherjinn Alsír. Senegal hefur aldrei náð að verða Afríkumeistari landsliða og öll þjóðin verður á nálum í kvöld. Sadio Mané hefur skorað þrjú mörk í fimm byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.Sadio Mane says he would swap his Champions League winning medal with Liverpool for winning the Africa Cup of Nations.https://t.co/Y2lZlx6F4kpic.twitter.com/UaTGqW3fH0 — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019 „Engin spurning. Ég væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld,“ sagði Sadio Mane við breska ríkisútvarpið. „Vonandi þarf ég ekki að skipta ef við vinnum vonandi þennan úrslitaleik,“ bætti Mane við. „Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur en það er bara eðlilegt. Alsír er með frábært lið og ég hlakka bara til að fá að spila úrslitaleik og reyna að vinna titilinn í fyrsta sinn fyrir mína þjóð,“ sagði Mané. Senegal verður án varnarmannsins öfluga Kalidou Koulibaly í þessum leik en hann tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Afríska knattspyrnusambandið er enn með þá vitlausu reglu að leikmenn geti misst af úrslitaleikjum vegna gulra spjalda.vs. Mahrez vs. Mane It's final day #AFCON2019pic.twitter.com/46D3ZR16TS — B/R Football (@brfootball) July 19, 2019 lsír getur unnið Afríkukeppnina í annað skiptið en Alsír vann hana í fyrsta og eina skiptið fyrir 29 árum eða árið 1990. Alsír vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleiknum. Alsír hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan. „Ég vil segja alsírska fólkinu eftirfarandi: Ég er ekki pólitíkus, kraftaverkamaður eða töframaður. Ég lofa ykkur hins vegar að við munum berjast eins og við höfum gert hingað til í mótinu,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari alsírska landsliðsins. Alsír hefur átt frábært mót og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Liðið vann 1-0 sigur á Senegal þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Senegal sló út Úganda, Benín og Túnis á leið sinn í úrslitaleikinn en Alsír sló út Gíneu, Fílabeinsströndina og Nígeríu á leið sinni í úrslit. Úrslitaleikurinn í kvöld fer framá Cairo International Stadium í Kaíró í Egyptalandi og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði þó að vera undirbúið fyrir næstu skref Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool 1. júní síðastliðinn en leikurinn í kvöld skiptir Senegalann meira máli en leikurinn á móti Tottenham í Madrid. Sadio Mané og félagar í landsliði Senegal spila í kvöld til úrslita í Afríkukeppni landsliða og er mótherjinn Alsír. Senegal hefur aldrei náð að verða Afríkumeistari landsliða og öll þjóðin verður á nálum í kvöld. Sadio Mané hefur skorað þrjú mörk í fimm byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.Sadio Mane says he would swap his Champions League winning medal with Liverpool for winning the Africa Cup of Nations.https://t.co/Y2lZlx6F4kpic.twitter.com/UaTGqW3fH0 — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019 „Engin spurning. Ég væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld,“ sagði Sadio Mane við breska ríkisútvarpið. „Vonandi þarf ég ekki að skipta ef við vinnum vonandi þennan úrslitaleik,“ bætti Mane við. „Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur en það er bara eðlilegt. Alsír er með frábært lið og ég hlakka bara til að fá að spila úrslitaleik og reyna að vinna titilinn í fyrsta sinn fyrir mína þjóð,“ sagði Mané. Senegal verður án varnarmannsins öfluga Kalidou Koulibaly í þessum leik en hann tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Afríska knattspyrnusambandið er enn með þá vitlausu reglu að leikmenn geti misst af úrslitaleikjum vegna gulra spjalda.vs. Mahrez vs. Mane It's final day #AFCON2019pic.twitter.com/46D3ZR16TS — B/R Football (@brfootball) July 19, 2019 lsír getur unnið Afríkukeppnina í annað skiptið en Alsír vann hana í fyrsta og eina skiptið fyrir 29 árum eða árið 1990. Alsír vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleiknum. Alsír hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan. „Ég vil segja alsírska fólkinu eftirfarandi: Ég er ekki pólitíkus, kraftaverkamaður eða töframaður. Ég lofa ykkur hins vegar að við munum berjast eins og við höfum gert hingað til í mótinu,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari alsírska landsliðsins. Alsír hefur átt frábært mót og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Liðið vann 1-0 sigur á Senegal þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Senegal sló út Úganda, Benín og Túnis á leið sinn í úrslitaleikinn en Alsír sló út Gíneu, Fílabeinsströndina og Nígeríu á leið sinni í úrslit. Úrslitaleikurinn í kvöld fer framá Cairo International Stadium í Kaíró í Egyptalandi og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði þó að vera undirbúið fyrir næstu skref Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira