Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2019 10:00 Fyrsti laxinn úr Laxá á Jöklusvæðinu kominn á land. Mynd: Strengir FB Á Íslandi eru mörg margslungin og skemmtileg veiðisvæði og eitt af þeim er líka eitt af þeim nýrri en það er svæði sem er kennt við Jöklu. Svæðið samanstendur af Jöklu sjálfri og svo hliðaránum Laxá, Fossá, Kaldá og Fögruhlíðará en ásamt því er ósinn í Fögruhlíðará ansi gjöfult sjóbleikjusvæði. Fyrstu árin var veiðin í Jöklu bundin af því að laxinn komst ekki upp fyrir veiðistaðinn Steinboga, sem er náttúruundur og ekkert minna, en eftir að gerður var farvegur fyrir laxinn kemst hann upp farveginn og ofar í ánna. Fyrsti staðurinn fyrir ofan er einn besti staðurinn í Jöklu en það er Hólaflúð og það er magnað að veiða hann. Fyrstu fréttir af löxum eru að berast að austan og nú hefur lax komið á land í Laxá og laxa hefur verið vart víðar á svæðinu eins og í Hólaflúð, Steinboga og í Brúarhyl í Kaldá. Þetta fer ágætlega saman við þær fréttir af ágætum opnunum á norðausturlandi en besti tíminn þar er ekki einu sinni gengin í garð svo við vonum að það verði framhald á góðum fréttum úr veiði frá þessum landshluta. Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði
Á Íslandi eru mörg margslungin og skemmtileg veiðisvæði og eitt af þeim er líka eitt af þeim nýrri en það er svæði sem er kennt við Jöklu. Svæðið samanstendur af Jöklu sjálfri og svo hliðaránum Laxá, Fossá, Kaldá og Fögruhlíðará en ásamt því er ósinn í Fögruhlíðará ansi gjöfult sjóbleikjusvæði. Fyrstu árin var veiðin í Jöklu bundin af því að laxinn komst ekki upp fyrir veiðistaðinn Steinboga, sem er náttúruundur og ekkert minna, en eftir að gerður var farvegur fyrir laxinn kemst hann upp farveginn og ofar í ánna. Fyrsti staðurinn fyrir ofan er einn besti staðurinn í Jöklu en það er Hólaflúð og það er magnað að veiða hann. Fyrstu fréttir af löxum eru að berast að austan og nú hefur lax komið á land í Laxá og laxa hefur verið vart víðar á svæðinu eins og í Hólaflúð, Steinboga og í Brúarhyl í Kaldá. Þetta fer ágætlega saman við þær fréttir af ágætum opnunum á norðausturlandi en besti tíminn þar er ekki einu sinni gengin í garð svo við vonum að það verði framhald á góðum fréttum úr veiði frá þessum landshluta.
Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði