Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2019 16:05 Flottur lax úr Stóru Laxá í morgun Mynd: Árni Baldursson FB Ein af þessum ám sem nær á sinn undarlega hátt tökum á veiðimönnum sem hana veiða er Stóra Laxá í Hreppum. Ástæðan fyrir því að þessi fallega á getur heltekið veiðimenn svo innilega er ekki bara stórbrotið landslag heldur að þú getur lent í veiðiskotum þarna sem eiga fáa sinn líka. Þessu fékk Árni Baldursson að kynnast í morgun þegar Stóra Laxá opnaði fyrir veiði en hún er bæði ansi lág í vatni og eitthvað hafði lítið sést af laxi í henni í morgun. Árni átti leið hjá Stuðlastrengjum sem var eini hylurinn sem hann hafði ekki veitt í morgun og það var við manninn mælt að það tók Árna ekki langann tíma að landa fimm löxum úr hylnum og fá fleiri tökur. Það var ganga að koma inn og þarna lá töluvert af laxi sem tók þetta skemmtilega stop og virtist bara bíða eftir veiðimanni. Það verður gaman að heyra hvernig gengur næstu daga í Stóru en hún þarf eins og margar árnar í uppsveitum Árnessýslu sárlega á rigningu að halda. Mest lesið Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði
Ein af þessum ám sem nær á sinn undarlega hátt tökum á veiðimönnum sem hana veiða er Stóra Laxá í Hreppum. Ástæðan fyrir því að þessi fallega á getur heltekið veiðimenn svo innilega er ekki bara stórbrotið landslag heldur að þú getur lent í veiðiskotum þarna sem eiga fáa sinn líka. Þessu fékk Árni Baldursson að kynnast í morgun þegar Stóra Laxá opnaði fyrir veiði en hún er bæði ansi lág í vatni og eitthvað hafði lítið sést af laxi í henni í morgun. Árni átti leið hjá Stuðlastrengjum sem var eini hylurinn sem hann hafði ekki veitt í morgun og það var við manninn mælt að það tók Árna ekki langann tíma að landa fimm löxum úr hylnum og fá fleiri tökur. Það var ganga að koma inn og þarna lá töluvert af laxi sem tók þetta skemmtilega stop og virtist bara bíða eftir veiðimanni. Það verður gaman að heyra hvernig gengur næstu daga í Stóru en hún þarf eins og margar árnar í uppsveitum Árnessýslu sárlega á rigningu að halda.
Mest lesið Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði