Smálaxinn er ekki mættur Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2019 08:00 Smálaxinn hlýtur að fara mæta í árnar. Mynd: KL Þetta laxveiðitímabil hefur verið sérstakt enda fyrsti mánuðinn af því þjakaður af þurrki og stanslausum sólardögum. Þetta hefur gert það að verkum eins og allir hafa heyrt af, árnar heldur vatnslitlar og það er lítið spennandi fyrir lax að ganga upp í árnar við þær aðstæður. Þær ár sem hafa haldið vatni, þá erum við að tala um ár eins og Grímsá, Langá, Hítará og Haffjarðará, hafa fengið að mestu tveggja ára lax en smálaxagöngurnar hafa ekki náð neinum krafti ennþá. Þetta hefur gerst áður. Sum árin hefur smálaxinn verið að mæta í byrjun júlí og þrátt fyrir heldur rólegar opnanir hefur ræst vel úr sumrinu þegar smálaxinn fer að ganga. Það er sérstakt að skoða til dæmis í veiðibókina í Elliðaánum og sjá hvað það er mikið af vænum laxi að veiðast og að sama skapi sjá hvað það er lítið komið af smálaxi. En það er algjör óþarfi að örvænta strax því þetta er frekar nær því að vera eðlilegt ástand heldur en árin 2017 og 2017 sem dæmi þegar smálaxinn var mættur mjög snemma í árnar. Það verður þess vegna mjög fróðlegt að fylgjast með tölum úr laxateljurnum ánna næstu 7-10 dagana en eftir þann tíma, í það minnsta á vesturlandi, er eiginlega hægt að skera út um það hvert þetta sumar stefnir. Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði
Þetta laxveiðitímabil hefur verið sérstakt enda fyrsti mánuðinn af því þjakaður af þurrki og stanslausum sólardögum. Þetta hefur gert það að verkum eins og allir hafa heyrt af, árnar heldur vatnslitlar og það er lítið spennandi fyrir lax að ganga upp í árnar við þær aðstæður. Þær ár sem hafa haldið vatni, þá erum við að tala um ár eins og Grímsá, Langá, Hítará og Haffjarðará, hafa fengið að mestu tveggja ára lax en smálaxagöngurnar hafa ekki náð neinum krafti ennþá. Þetta hefur gerst áður. Sum árin hefur smálaxinn verið að mæta í byrjun júlí og þrátt fyrir heldur rólegar opnanir hefur ræst vel úr sumrinu þegar smálaxinn fer að ganga. Það er sérstakt að skoða til dæmis í veiðibókina í Elliðaánum og sjá hvað það er mikið af vænum laxi að veiðast og að sama skapi sjá hvað það er lítið komið af smálaxi. En það er algjör óþarfi að örvænta strax því þetta er frekar nær því að vera eðlilegt ástand heldur en árin 2017 og 2017 sem dæmi þegar smálaxinn var mættur mjög snemma í árnar. Það verður þess vegna mjög fróðlegt að fylgjast með tölum úr laxateljurnum ánna næstu 7-10 dagana en eftir þann tíma, í það minnsta á vesturlandi, er eiginlega hægt að skera út um það hvert þetta sumar stefnir.
Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði