„Segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:30 Lucy Bronze hefur þegar unnið Meistaradeildina á þessu ári og nú er hún með augum á heimsmeistaratitlinum. Verkefnin verða hins vegar ekki erfiðari en verkefni kvöldsins. Enska landsliðið mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í Lyon í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleik HM í Frakklandi. Lucy Bronze er ein af stjörnuleikmönnum franska liðsins Lyon sem vann Meistaradeildina í maí en hlutverk hennar í enska landsliðinu er jafnvel enn stærra. Phil Neville, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið óhræddur við yfirlýsingarnar þegar kemur að Lucy Bronze. Hún spilar sem hægri bakvörður og er mikilvæg fyrir sóknarleikinn auk þess sem fáir komast fram hjá henni hinum megin á vellinum. Eftir leikinn á móti Noregi í átta liða úrslitunum, þar sem Lucy Bronze lagði upp fyrsta markið eftir glæsilegan sprett og skoraði síðan lokamarkið með frábæru skoti, þá var Neville í miklum yfirlýsingaham. Neville sagði að Lucy Bronze væri besta knattspyrnukona heims eftir leikinn en Lucy sjálf var ekki alveg eins kokhraust á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn á móti Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá hana á blaðamannafundinum fyrir undanúrslitaleikinn."He tells me I'm the best player in the world every day" Lucy Bronze has played down the glowing compliments made by #ENG manager Phil Neville about her. pic.twitter.com/hD4z6bcSU4 — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 2, 2019„Phil segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi,“ sagði Lucy Bronze á blaðamannafundinum en hún þvertekur fyrir það sjálf að hún sé sú besta í heimi. „Það er yndislegt að hann hafi svona mikla trú á mér en þetta setur enga pressu á mig. Mér finnst sjálfri að ég sé ekki alveg komin þangað enn þá. Ég er enn að reyna að bæta minn leik og verða betri leikmaður. Ég stefni að því á hverjum degi,“ sagði Lucy Bronze „Það er gaman að fá svona mikið hrós frá honum þótt að ég trúi honum ekki. Ég held að ég komist aldrei þangað en ég mun reyna mitt besta,“ sagði Lucy Bronze. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Lucy Bronze hefur þegar unnið Meistaradeildina á þessu ári og nú er hún með augum á heimsmeistaratitlinum. Verkefnin verða hins vegar ekki erfiðari en verkefni kvöldsins. Enska landsliðið mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í Lyon í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleik HM í Frakklandi. Lucy Bronze er ein af stjörnuleikmönnum franska liðsins Lyon sem vann Meistaradeildina í maí en hlutverk hennar í enska landsliðinu er jafnvel enn stærra. Phil Neville, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið óhræddur við yfirlýsingarnar þegar kemur að Lucy Bronze. Hún spilar sem hægri bakvörður og er mikilvæg fyrir sóknarleikinn auk þess sem fáir komast fram hjá henni hinum megin á vellinum. Eftir leikinn á móti Noregi í átta liða úrslitunum, þar sem Lucy Bronze lagði upp fyrsta markið eftir glæsilegan sprett og skoraði síðan lokamarkið með frábæru skoti, þá var Neville í miklum yfirlýsingaham. Neville sagði að Lucy Bronze væri besta knattspyrnukona heims eftir leikinn en Lucy sjálf var ekki alveg eins kokhraust á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn á móti Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá hana á blaðamannafundinum fyrir undanúrslitaleikinn."He tells me I'm the best player in the world every day" Lucy Bronze has played down the glowing compliments made by #ENG manager Phil Neville about her. pic.twitter.com/hD4z6bcSU4 — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 2, 2019„Phil segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi,“ sagði Lucy Bronze á blaðamannafundinum en hún þvertekur fyrir það sjálf að hún sé sú besta í heimi. „Það er yndislegt að hann hafi svona mikla trú á mér en þetta setur enga pressu á mig. Mér finnst sjálfri að ég sé ekki alveg komin þangað enn þá. Ég er enn að reyna að bæta minn leik og verða betri leikmaður. Ég stefni að því á hverjum degi,“ sagði Lucy Bronze „Það er gaman að fá svona mikið hrós frá honum þótt að ég trúi honum ekki. Ég held að ég komist aldrei þangað en ég mun reyna mitt besta,“ sagði Lucy Bronze.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira