Súr skattur Davíð Þorláksson skrifar 3. júlí 2019 07:00 Enn á ný hafa hugmyndir um sykurskatt komið fram. Velmeinandi fólk virðist aldrei gefast upp á því að reyna að segja fullorðnu fólki hvernig það eigi að haga sér. Umræðan um skattinn er full af þversögnum. Tökum nokkur dæmi. Í fyrsta lagi er orðum aukið að offita sé meira vandamál hér en annars staðar. Samkvæmt tölum OECD er hlutfall offitu hér minna en meðaltal OECD og minna en í t.d. Finnlandi. Í öðru lagi er ráðgert að skatturinn verði aðeins lagður á gosdrykki og sælgæti. Það liggur þó fyrir að það eru ekki einu ástæður offitu. Langvarandi ofneysla á sykri og öðrum kolvetnum eru vandamálið. Rökin ættu því í raun frekar að leiða til þess að kolvetnaskattur yrði lagður á, sem væri auðvitað enn galnara en sykurskattur. Í þriðja lagi virðist ekki liggja fyrir hvort sykurskattur myndi minnka offitu. Ég dreg ekki í efa að hár sykurskattur myndi draga úr sykurneyslu en spurningin er hvort hann hafi meiri áhrif á fólk sem neytir sykurs í hófi fyrir eða á fólk sem neytir hans í óhófi. Þeir sem neyta sykurs í óhófi til langs tíma eru í mörgum tilfellum að glíma við sykurfíkn. Ef skattar myndu vinna bug á fíkn þá væru t.d. engir alkóhólistar á Íslandi lengur. Ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að skoða tillögurnar og væntanlega þennan súra rökstuðning að baki þeim. Það blasir við að það þarf að skoða þetta miklu betur áður en þjóðin verður gerð að tilraunadýrum fyrir velmeinandi fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun
Enn á ný hafa hugmyndir um sykurskatt komið fram. Velmeinandi fólk virðist aldrei gefast upp á því að reyna að segja fullorðnu fólki hvernig það eigi að haga sér. Umræðan um skattinn er full af þversögnum. Tökum nokkur dæmi. Í fyrsta lagi er orðum aukið að offita sé meira vandamál hér en annars staðar. Samkvæmt tölum OECD er hlutfall offitu hér minna en meðaltal OECD og minna en í t.d. Finnlandi. Í öðru lagi er ráðgert að skatturinn verði aðeins lagður á gosdrykki og sælgæti. Það liggur þó fyrir að það eru ekki einu ástæður offitu. Langvarandi ofneysla á sykri og öðrum kolvetnum eru vandamálið. Rökin ættu því í raun frekar að leiða til þess að kolvetnaskattur yrði lagður á, sem væri auðvitað enn galnara en sykurskattur. Í þriðja lagi virðist ekki liggja fyrir hvort sykurskattur myndi minnka offitu. Ég dreg ekki í efa að hár sykurskattur myndi draga úr sykurneyslu en spurningin er hvort hann hafi meiri áhrif á fólk sem neytir sykurs í hófi fyrir eða á fólk sem neytir hans í óhófi. Þeir sem neyta sykurs í óhófi til langs tíma eru í mörgum tilfellum að glíma við sykurfíkn. Ef skattar myndu vinna bug á fíkn þá væru t.d. engir alkóhólistar á Íslandi lengur. Ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að skoða tillögurnar og væntanlega þennan súra rökstuðning að baki þeim. Það blasir við að það þarf að skoða þetta miklu betur áður en þjóðin verður gerð að tilraunadýrum fyrir velmeinandi fólk.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun