Svekktur en stoltur Neville: Sagði við þær að það verða engin tár í kvöld Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júlí 2019 21:45 Neville hughreystir markaskorarann White í leikslok. vísir/getty Það var svekktur en stoltur Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, sem ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Englands í undanúrslitunum gegn Bandaríkjunum í kvöld. „Leikmennirnir mínir gáfu allt. Við sögðum að við vildum leggja hjarta okkar og sál í þetta og þær gerðu það,“ sagði Neville í samtali við breska ríkisútvarpið í leikslok. „Bandaríkin sýndu reynslu í að halda boltanum út í horni í leikinn. Ég held að við höfum ekki haft meiri orku. Ég bað þær um að spila fótboltann sem við vildum og þær gerðu sitt besta. Ég sagði við þær að það verða engin tár í kvöld.“ „Markið sem var dæmt af var rangstaða og við héldum áfram. Spjaldið sem Mille fékk í fyrri hálfleik var aldrei gult spjald. Dómarinn hafði ekki stjórn á leiknum og svo fórum við í þriggja manna vörn og þá strekktist á þessu.“England's World Cup is not quite over. They have a chance to equal their achievements of four years ago. The #Lionesses will face one of the Netherlands or Sweden in Saturday's third-fourth play-off match.https://t.co/dvFnBJyBL8#ENGUSA#Lionesses#USAvENG#WWC19#ENGpic.twitter.com/Mur36cfx1B— BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 Þær ensku voru nálægt því að tryggja sér framlengingu í kvöld en vítaspyrna fyrirliðans, Steph Houghton, var varinn á 84. mínútu leiksins. „Ég gæti ekki beðið um meira. Við áttum besta tíma lífs okkar. Steph Houghton hefur átt stórkostlegt ár. Hún er frábær persóna, innan sem utan vallar. Hún verður í uppnámi. Hún hefur verið stórkostleg og það ætti ekki að kenna henni um.“ Á laugardaginn bíður svo leikur um þriðja sætið hjá Englandi en þar verður það annað hvort Holland eða Svíþjóð sem verður mótherjinn. „Þetta er fótbolti. Þetta eru íþróttir. Þú verður að vera tilbúin. Það er stórleikur á laugardaginn og við verðum klár,“ sagði Neville að lokum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Það var svekktur en stoltur Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, sem ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Englands í undanúrslitunum gegn Bandaríkjunum í kvöld. „Leikmennirnir mínir gáfu allt. Við sögðum að við vildum leggja hjarta okkar og sál í þetta og þær gerðu það,“ sagði Neville í samtali við breska ríkisútvarpið í leikslok. „Bandaríkin sýndu reynslu í að halda boltanum út í horni í leikinn. Ég held að við höfum ekki haft meiri orku. Ég bað þær um að spila fótboltann sem við vildum og þær gerðu sitt besta. Ég sagði við þær að það verða engin tár í kvöld.“ „Markið sem var dæmt af var rangstaða og við héldum áfram. Spjaldið sem Mille fékk í fyrri hálfleik var aldrei gult spjald. Dómarinn hafði ekki stjórn á leiknum og svo fórum við í þriggja manna vörn og þá strekktist á þessu.“England's World Cup is not quite over. They have a chance to equal their achievements of four years ago. The #Lionesses will face one of the Netherlands or Sweden in Saturday's third-fourth play-off match.https://t.co/dvFnBJyBL8#ENGUSA#Lionesses#USAvENG#WWC19#ENGpic.twitter.com/Mur36cfx1B— BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 Þær ensku voru nálægt því að tryggja sér framlengingu í kvöld en vítaspyrna fyrirliðans, Steph Houghton, var varinn á 84. mínútu leiksins. „Ég gæti ekki beðið um meira. Við áttum besta tíma lífs okkar. Steph Houghton hefur átt stórkostlegt ár. Hún er frábær persóna, innan sem utan vallar. Hún verður í uppnámi. Hún hefur verið stórkostleg og það ætti ekki að kenna henni um.“ Á laugardaginn bíður svo leikur um þriðja sætið hjá Englandi en þar verður það annað hvort Holland eða Svíþjóð sem verður mótherjinn. „Þetta er fótbolti. Þetta eru íþróttir. Þú verður að vera tilbúin. Það er stórleikur á laugardaginn og við verðum klár,“ sagði Neville að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira