Lionel Messi missti sig eftir tapið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:00 Lionel Messi var svekktur eftir leikinn. Getty/Chris Brunskill Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu eru úr leik á Copa America eftir 2-0 tap fyrir Brasilíu í nótt. Það var svekkjandi fyrir Messi að horfa á eftir enn einum möguleikanum á enda bið sína eftir stórum titli með Argentínu. Þetta mátti sjá í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi hreinlega missti sig eftir tapið í nótt og lét dómara leiksins heyra það. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir. Ólíkt fyrri leikjum á mótinu var VAR í aukahlutverki í nótt. Það var eitt af því sem Messi kvartaði mikið yfir. Ekvadorinn Roddy Zambrano sem dæmdi leikinn var ekkert á því að nýta sér Varsjána í þessum leik og það þrátt fyrir Argentínumönnum fannst oft tilefni til þess. Sérstaklega vildu þeir fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Brasilíu. „Dómararnir voru orðnir þreyttir á ruglákvörðunum sínum á Copa og fóru aldrei í Varsjána í leiknum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn.Argentina captain Lionel Messi has launched a sensational attack on referees after the team's loss to Brazil in the #CopaAmerica semifinals. FULL STORY: https://t.co/9a7ipMBhgdpic.twitter.com/XSXu5zreml — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) July 3, 2019 „Svona var þetta allan leikinn. Dómararnir voru í ruglinu. Þeir hafa enga afsökun og það þarf að skoða þetta betur. Vonandi gerir CONMEBOL (suðurameríska knattspyrnusambandið) eitthvað við þessa dómara,“ sagði Messi reiður. „Við reyndum allt sem við gátum til að komast áfram en dómararnir voru á móti okkur. Ég held að það verði ekkert gert því Brasilíumenn ráða öllu í dag. Þetta er því flókið. Við þurfum ekki að skammast okkar. Þetta gekk ekki upp og við vorum ekki með heppnina með okkur í liði,“ sagði Messi. „Ég er svekktur af því að við áttum góðan leik og gáfum mikið í þetta. Þetta átti ekki að enda svona því þeir voru ekki betra liðið í þessum leik,“ sagði Messi.Messi's trophy cabinet is full of hardware, but he's still waiting for an international trophy. pic.twitter.com/dgjv3BapUZ — ESPN (@espn) July 3, 2019 Argentína Copa América Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu eru úr leik á Copa America eftir 2-0 tap fyrir Brasilíu í nótt. Það var svekkjandi fyrir Messi að horfa á eftir enn einum möguleikanum á enda bið sína eftir stórum titli með Argentínu. Þetta mátti sjá í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi hreinlega missti sig eftir tapið í nótt og lét dómara leiksins heyra það. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir. Ólíkt fyrri leikjum á mótinu var VAR í aukahlutverki í nótt. Það var eitt af því sem Messi kvartaði mikið yfir. Ekvadorinn Roddy Zambrano sem dæmdi leikinn var ekkert á því að nýta sér Varsjána í þessum leik og það þrátt fyrir Argentínumönnum fannst oft tilefni til þess. Sérstaklega vildu þeir fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Brasilíu. „Dómararnir voru orðnir þreyttir á ruglákvörðunum sínum á Copa og fóru aldrei í Varsjána í leiknum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn.Argentina captain Lionel Messi has launched a sensational attack on referees after the team's loss to Brazil in the #CopaAmerica semifinals. FULL STORY: https://t.co/9a7ipMBhgdpic.twitter.com/XSXu5zreml — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) July 3, 2019 „Svona var þetta allan leikinn. Dómararnir voru í ruglinu. Þeir hafa enga afsökun og það þarf að skoða þetta betur. Vonandi gerir CONMEBOL (suðurameríska knattspyrnusambandið) eitthvað við þessa dómara,“ sagði Messi reiður. „Við reyndum allt sem við gátum til að komast áfram en dómararnir voru á móti okkur. Ég held að það verði ekkert gert því Brasilíumenn ráða öllu í dag. Þetta er því flókið. Við þurfum ekki að skammast okkar. Þetta gekk ekki upp og við vorum ekki með heppnina með okkur í liði,“ sagði Messi. „Ég er svekktur af því að við áttum góðan leik og gáfum mikið í þetta. Þetta átti ekki að enda svona því þeir voru ekki betra liðið í þessum leik,“ sagði Messi.Messi's trophy cabinet is full of hardware, but he's still waiting for an international trophy. pic.twitter.com/dgjv3BapUZ — ESPN (@espn) July 3, 2019
Argentína Copa América Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Sjá meira