Stórir urriðar í Laxárdalnum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2019 11:00 Veiðin í Laxárdalnum er búin að vera mjög góð síðustu daga. Mynd: Bjarni Höskuldsson Laxárdalurinn í Laxá í Aðaldal var í niðursveiflu í nokkur ár og líklega var ofveiði stærsti orsakavaldurinn en það er óhætt að segja að nú sé öldin önnur. Eftir að sleppiskylda var sett á í dalnum hefur veiðin hægt og rólega verið að aukast sem og að það veiðist sífellt stærri urriði. Fyrir 10 árum voru 70 sm urriðar afar sjaldgæfir þarna en núna er að reglulegt að veiðimenn séu að landa fiskum af þessari stærð og jafnvel nokkrum sem teygja aðeins yfir það. Veiðimenn sem hafa verið við veiðar síðustu daga eru í frábærri veiði en hollið er komið í 31 urriða og þar af 24 sem hafa verið að taka þurrflugu. Í þessum afla eru 70, 71 og 72 sem urriðar. 25 af þessum fiskum sem hollið er búið að veiða eru yfir 60 sm svo það er augljóst af hverju þetta svæði er að vaxa aftur í vinsældum. Eftir að veitt og sleppt var tekið upp hefur orðið greinilegur aukinn áhugi erlendra veiðimanna sem eru ekki komnir hingað til neins annars en að njóta náttúrufegurðar og veiða sér til gamans og sleppa fiskinum aftur ósködduðum aftur í ánna. Þetta dæmi í Laxárdalnum sýnir svo ekki verður um villst að góð umgengni við auðlind eins og veiðisvæðin gerir þau sjálfbær og fyrir næstu kynslóðir að njóta líka. Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði
Laxárdalurinn í Laxá í Aðaldal var í niðursveiflu í nokkur ár og líklega var ofveiði stærsti orsakavaldurinn en það er óhætt að segja að nú sé öldin önnur. Eftir að sleppiskylda var sett á í dalnum hefur veiðin hægt og rólega verið að aukast sem og að það veiðist sífellt stærri urriði. Fyrir 10 árum voru 70 sm urriðar afar sjaldgæfir þarna en núna er að reglulegt að veiðimenn séu að landa fiskum af þessari stærð og jafnvel nokkrum sem teygja aðeins yfir það. Veiðimenn sem hafa verið við veiðar síðustu daga eru í frábærri veiði en hollið er komið í 31 urriða og þar af 24 sem hafa verið að taka þurrflugu. Í þessum afla eru 70, 71 og 72 sem urriðar. 25 af þessum fiskum sem hollið er búið að veiða eru yfir 60 sm svo það er augljóst af hverju þetta svæði er að vaxa aftur í vinsældum. Eftir að veitt og sleppt var tekið upp hefur orðið greinilegur aukinn áhugi erlendra veiðimanna sem eru ekki komnir hingað til neins annars en að njóta náttúrufegurðar og veiða sér til gamans og sleppa fiskinum aftur ósködduðum aftur í ánna. Þetta dæmi í Laxárdalnum sýnir svo ekki verður um villst að góð umgengni við auðlind eins og veiðisvæðin gerir þau sjálfbær og fyrir næstu kynslóðir að njóta líka.
Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði