Höfða mál vegna hávaðasams hana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 21:11 Maurice ásamt eiganda sínum, Corinne Fesseau, á góðri stundu. Vísir/Getty Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu. Dýr Frakkland Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu.
Dýr Frakkland Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira