Ensku landsliðskonurnar vinsælli en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 09:00 Ellen White fagnar marki sínu á móti bandaríska landsliðinu með liðsfélögunum úr enska landsliðinu. Getty/Craig Merce Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug. Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug.
Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira