Ensku landsliðskonurnar vinsælli en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 09:00 Ellen White fagnar marki sínu á móti bandaríska landsliðinu með liðsfélögunum úr enska landsliðinu. Getty/Craig Merce Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug. Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug.
Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira