Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð Einar Kárason skrifar 6. júlí 2019 20:00 Óskar Örn Hauksson skoraði eitt mark í dag. vísir/bára Það var sól og blíðviðri á Hásteinsvelli í dag þegar topplið KR kom í heimsókn. Gengið hefur verið dapurt hjá heimamönnum en lið ÍBV situr í neðsta sæti deildarinnar. Lítið var um fín augnablik í byrjun leiks en boltinn var mkið í háloftunum og gæðin eftir því. Góðir leikmenn breyta leikjum og það kom bersýnilega í ljós eftir 20 mínútna leik þegar Arnþór Ingi Kristinsson átti frábæra sendingu út á Óskar Örn Hauksson sem fór illa með nafna sinn Óskar Zoega Óskarsson og smellti síðan boltanum upp í þaknetið með þéttingsfastri ristarspyrnu. Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiks og voru áhorfendur líklega fegnir því að fá 15 mínútna pásu. Gary Martin minnti þó á sig undir lok hálfleiks þegar hann komst í gegn eftir sendingu Víðis Þorvarðarsonar en skot Gary’s ekki nægilega gott og Beitir Ólafsson í marki gestanna varði auðveldlega. Sigurður Arnar Magnússon var nálægt því að jafna metin í upphafi síðari hálfleik en skalli hans fór naumlega framhjá. Eftir rúmlega klukkustundar leik tvöfölduðu gestirnir forustu sína þegar Arnþór Ingi skoraði eftir þunga sókn KR. Arnþór fékk þá boltann inni í teig eftir skottilraun og kom boltanum framhjá Rafael Veloso í marki ÍBV. Eins og áður sagði var leikurinn ekki mikið fyrir augað og færin af skornum skammti en Gary Martin var nálægt því að minnka muninn þegar skammt var eftir en skot hans hafnaði í þverslánni og þaðan yfir markið. Tveimur mínútum síðar náðu heimamenn þó að koma boltanum í netið. Þar var að verki Guðmundur Magnússon. Felix Örn Friðriksson átti þá fyrirgjöf inn í teig þar sem Víðir var mættur. Víðir skallaði boltann snyrtilega inn á Guðmund sem skoraði af stuttu færi. Þetta reyndist þó ekki nóg þar sem ekki fleiri mörk voru skoruð og topplið KR fer heim í Vesturbæinn með 3 stig í pokanum.Gary Martin eftir sinn fyrsta leik „Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum.Sáttur Rúnar í kvöld „Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla
Það var sól og blíðviðri á Hásteinsvelli í dag þegar topplið KR kom í heimsókn. Gengið hefur verið dapurt hjá heimamönnum en lið ÍBV situr í neðsta sæti deildarinnar. Lítið var um fín augnablik í byrjun leiks en boltinn var mkið í háloftunum og gæðin eftir því. Góðir leikmenn breyta leikjum og það kom bersýnilega í ljós eftir 20 mínútna leik þegar Arnþór Ingi Kristinsson átti frábæra sendingu út á Óskar Örn Hauksson sem fór illa með nafna sinn Óskar Zoega Óskarsson og smellti síðan boltanum upp í þaknetið með þéttingsfastri ristarspyrnu. Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiks og voru áhorfendur líklega fegnir því að fá 15 mínútna pásu. Gary Martin minnti þó á sig undir lok hálfleiks þegar hann komst í gegn eftir sendingu Víðis Þorvarðarsonar en skot Gary’s ekki nægilega gott og Beitir Ólafsson í marki gestanna varði auðveldlega. Sigurður Arnar Magnússon var nálægt því að jafna metin í upphafi síðari hálfleik en skalli hans fór naumlega framhjá. Eftir rúmlega klukkustundar leik tvöfölduðu gestirnir forustu sína þegar Arnþór Ingi skoraði eftir þunga sókn KR. Arnþór fékk þá boltann inni í teig eftir skottilraun og kom boltanum framhjá Rafael Veloso í marki ÍBV. Eins og áður sagði var leikurinn ekki mikið fyrir augað og færin af skornum skammti en Gary Martin var nálægt því að minnka muninn þegar skammt var eftir en skot hans hafnaði í þverslánni og þaðan yfir markið. Tveimur mínútum síðar náðu heimamenn þó að koma boltanum í netið. Þar var að verki Guðmundur Magnússon. Felix Örn Friðriksson átti þá fyrirgjöf inn í teig þar sem Víðir var mættur. Víðir skallaði boltann snyrtilega inn á Guðmund sem skoraði af stuttu færi. Þetta reyndist þó ekki nóg þar sem ekki fleiri mörk voru skoruð og topplið KR fer heim í Vesturbæinn með 3 stig í pokanum.Gary Martin eftir sinn fyrsta leik „Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum.Sáttur Rúnar í kvöld „Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti