Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 18:45 Lyfjaeftirlit Íslands mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. Tilefnið er ærið að sögn sérfræðings, steranotkun sé almenn á Íslandi en þá sé ekki hægt að nota án aukaverkana, sem geti jafnvel verið banvænar. Ýmislegt bendir til þess að notkun stera sé tiltölulega almenn á Íslandi, að sögn innkirtlasérfræðings á Landspítalanum. Erlendar rannsóknir bendi til að um 5-6 prósent karla noti stera einhvern tímann á lífsleiðinni og ekkert bendi til þess að notkunin sé minni hér á landi. Þannig ávísi íslenskir læknar sjöfalt meira magni af testósteróni en gert er í Danmörku. „Ástæðurnar fyrir því vitum við ekki, en þetta endurspeglar kannski þær fyrirmyndir og andrúmsloftið sem er í samfélaginu, segir Tómas Þór Ágústsson. Vísar hann þar meðal annars til þess að steranotendur eru sífellt að verða yngri og afstaða þeirra til efnanna sé jákvæðari en tilefni sé til. Það sé mat hans og Lyfjaeftirlits Íslands að þar spili fordæmi stóra rullu. „Það er allt of mikið af óheilbrigðum og fölskum fyrirmyndum í íslensku samfélagi í dag að okkar mati,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.vísir/sigurjónVið þessu vill Lyfjaeftirlitið sporna og hefur því fundað með fulltrúum nokkurra líkamsræktarstöðva um herferð, sem eftirlitið mun blása til í haust til að draga úr steranotkun landsmanna. Henni er ekki síst beint að starfsfólki og að sögn framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins hafa líkamsræktarstöðvarnar almennt tekið vel í framtakið. Hins vegar hafi nokkrir stórar stöðvar sýnt herferðinni lítinn áhuga. „Það vantar ennþá töluvert upp á að okkar mati, en við erum mjög bjartsýn á að fleiri muni taka þátt þegar fram líða stundir,“ segir Birgir.Beðið með lyfjaprófanir Það sé nefnilega ýmislegt sem starfsfólk líkamsræktarstöðva getur gert til að draga úr notkun stera. Nefnir Birgir í því samhengi að það geti farið fram með góðu fordæmi, stunda hreina og heilbrigða ríkamsrækt og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Þekkja einkenni þeirra sem eru í áhættuhópi, leiðbeina þeim, tala um þetta opinskátt og stuðla að heilbrigði líkamsmynd,“ segir Birgir. Uppi hafa verið hugmyndir um að lyfjaprófa korthafa íslenskra líkamsræktastöðva, að danskri fyrirmynd. Birgir segir hins vegar að í þessari herferð verði ekki gerð krafa um slíkar prófanir, þær hugmyndir séu þó ennþá uppi á borðinu. Hann segir tilefnið ærið enda séu hætturnar af steranotkun fjölmargar, þó svo að þær séu endilega ekki augljósar notandanum frá upphafi. „Vissar aukaverkanir koma fram mjög hratt, eins og t.d. bólumyndun og breyting á hárvexti o.s.frv. Önnur áhrif, eins og t.d. áhætta af krabbameini, hjartaáföllum og öðru kemur hins vegar ekki fram fyrr en einhverjum áratugum eftir að notkuninni lýkur,“ segir Tómas. Norrænar rannsóknir sýni jafnframt að lífslíkur steranotenda séu ekki beisnar, auk þess sem sjálfsmorðstíðni sé há meðal fyrrverandi notenda. „Dánartíðni þeirra, á ákveðnu rannsóknartímabili, er þrisvar sinnum hærra en meðal þeirra sem ekki hafa notað stera.“ Það sé því ábyrgðarhluti hjá líkamsræktarstöðvum að koma í veg fyrir steranotkun. „Að vera stærsti þjónustuaðili lýðheilsu í landinu, sem eru líkamsræktarstöðvarnar saman, því fylgir samfélagslega ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íslands mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. Tilefnið er ærið að sögn sérfræðings, steranotkun sé almenn á Íslandi en þá sé ekki hægt að nota án aukaverkana, sem geti jafnvel verið banvænar. Ýmislegt bendir til þess að notkun stera sé tiltölulega almenn á Íslandi, að sögn innkirtlasérfræðings á Landspítalanum. Erlendar rannsóknir bendi til að um 5-6 prósent karla noti stera einhvern tímann á lífsleiðinni og ekkert bendi til þess að notkunin sé minni hér á landi. Þannig ávísi íslenskir læknar sjöfalt meira magni af testósteróni en gert er í Danmörku. „Ástæðurnar fyrir því vitum við ekki, en þetta endurspeglar kannski þær fyrirmyndir og andrúmsloftið sem er í samfélaginu, segir Tómas Þór Ágústsson. Vísar hann þar meðal annars til þess að steranotendur eru sífellt að verða yngri og afstaða þeirra til efnanna sé jákvæðari en tilefni sé til. Það sé mat hans og Lyfjaeftirlits Íslands að þar spili fordæmi stóra rullu. „Það er allt of mikið af óheilbrigðum og fölskum fyrirmyndum í íslensku samfélagi í dag að okkar mati,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.vísir/sigurjónVið þessu vill Lyfjaeftirlitið sporna og hefur því fundað með fulltrúum nokkurra líkamsræktarstöðva um herferð, sem eftirlitið mun blása til í haust til að draga úr steranotkun landsmanna. Henni er ekki síst beint að starfsfólki og að sögn framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins hafa líkamsræktarstöðvarnar almennt tekið vel í framtakið. Hins vegar hafi nokkrir stórar stöðvar sýnt herferðinni lítinn áhuga. „Það vantar ennþá töluvert upp á að okkar mati, en við erum mjög bjartsýn á að fleiri muni taka þátt þegar fram líða stundir,“ segir Birgir.Beðið með lyfjaprófanir Það sé nefnilega ýmislegt sem starfsfólk líkamsræktarstöðva getur gert til að draga úr notkun stera. Nefnir Birgir í því samhengi að það geti farið fram með góðu fordæmi, stunda hreina og heilbrigða ríkamsrækt og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Þekkja einkenni þeirra sem eru í áhættuhópi, leiðbeina þeim, tala um þetta opinskátt og stuðla að heilbrigði líkamsmynd,“ segir Birgir. Uppi hafa verið hugmyndir um að lyfjaprófa korthafa íslenskra líkamsræktastöðva, að danskri fyrirmynd. Birgir segir hins vegar að í þessari herferð verði ekki gerð krafa um slíkar prófanir, þær hugmyndir séu þó ennþá uppi á borðinu. Hann segir tilefnið ærið enda séu hætturnar af steranotkun fjölmargar, þó svo að þær séu endilega ekki augljósar notandanum frá upphafi. „Vissar aukaverkanir koma fram mjög hratt, eins og t.d. bólumyndun og breyting á hárvexti o.s.frv. Önnur áhrif, eins og t.d. áhætta af krabbameini, hjartaáföllum og öðru kemur hins vegar ekki fram fyrr en einhverjum áratugum eftir að notkuninni lýkur,“ segir Tómas. Norrænar rannsóknir sýni jafnframt að lífslíkur steranotenda séu ekki beisnar, auk þess sem sjálfsmorðstíðni sé há meðal fyrrverandi notenda. „Dánartíðni þeirra, á ákveðnu rannsóknartímabili, er þrisvar sinnum hærra en meðal þeirra sem ekki hafa notað stera.“ Það sé því ábyrgðarhluti hjá líkamsræktarstöðvum að koma í veg fyrir steranotkun. „Að vera stærsti þjónustuaðili lýðheilsu í landinu, sem eru líkamsræktarstöðvarnar saman, því fylgir samfélagslega ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39
Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15
Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24