Þór er komið upp í annað sæti Inkasso-deildar karla eftir 3-0 sigur á spútnikliði Fram norðan heiða í dag.
Aron Elí Sævarsson, sem gekk í raðir Þórs á láni fyrr í vikunni, skoraði fysrta markið á 36. mínútu en skömmu áður hafði Jökull Steinn Ólafsson, Framari, fengið beint rautt.
Staðan var 1-0 í hálfleik en á 67. mínútu tvöfaldaði Jónas Björgin Sigurbergsson forystuna. Jakob Snær Árnason bætti við marki áður en yfir lauk og lokatölur 3-0.
Þór er í öðru sæti deildarinnar með nítján stig en Fram er í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. Bæði lið hafa leikið tíu leiki.
Fyrsta mark leiksins má sjá hér að ofan.
Þór þokast nær toppnum
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
