Kannanir Óttar Guðmundsson skrifar 6. júlí 2019 10:00 Ég hef lengi reynt að ganga í takt við þjóð mína enda er ég pólitískt rétthugsandi gamall maður. Enginn vill vera úthrópaður af feisbúkk og kommentakerfinu sem beiskt gamalmenni sem allt hefur á hornum sér. Það er miður hversu oft ég hef ekki hugmynd um hvaða skoðun er rétt og þjóðinni hugleiknust. Ég er því þakklátur fyrir endurtekna gúrkutíð á fjölmiðlum sem verður til þess að menn neyðast til að búa til fréttir til að fjalla um. Oftast verður fyrir valinu að efna til tilgangslausrar skoðanakönnunar þar sem hringt er í nokkur hundruð manns og þeir spurðir um ýmis þjóðþrifamál. Viltu hafa neyðarflugbraut í Vatnsmýrinni eða viltu heldur deyja í sjúkrabíl í umferðarteppu við Landspítalann? Viltu láta flytja hrátt kjöt til landsins, uppfullt af dularfullum bakteríum og fúkkalyfjum? Viltu fá til landsins stórhættulega og skuggalega flóttamenn sem taka vinnu og húsnæði frá innfæddum? Borðarðu gómsætan og þjóðlegan þorramat? Hefurðu nokkrar áhyggjur af hamfarahlýnun jarðar? Viltu afsala öllum orkugjöfum landsins til vondra útlendinga og samþykkja orkupakkann? Sláandi niðurstöðum þessara símakannana er venjulega slegið upp á forsíðu og stundum er fjallað um málið í leiðara. Verst er hversu hlutfall svarenda er lítið og spurningarnar leiðandi en hvað gerir það til? Allir græða! Fjölmiðillinn birtir innihaldslausar ekki-fréttir í nokkra daga. Almannatenglar fá peninga fyrir að hringja í fólkið. Síðast en ekki síst eru þessar skoðanakannanir leiðbeinandi fyrir mig og forða mér frá því að þurfa að setja mig inn í málin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Ég hef lengi reynt að ganga í takt við þjóð mína enda er ég pólitískt rétthugsandi gamall maður. Enginn vill vera úthrópaður af feisbúkk og kommentakerfinu sem beiskt gamalmenni sem allt hefur á hornum sér. Það er miður hversu oft ég hef ekki hugmynd um hvaða skoðun er rétt og þjóðinni hugleiknust. Ég er því þakklátur fyrir endurtekna gúrkutíð á fjölmiðlum sem verður til þess að menn neyðast til að búa til fréttir til að fjalla um. Oftast verður fyrir valinu að efna til tilgangslausrar skoðanakönnunar þar sem hringt er í nokkur hundruð manns og þeir spurðir um ýmis þjóðþrifamál. Viltu hafa neyðarflugbraut í Vatnsmýrinni eða viltu heldur deyja í sjúkrabíl í umferðarteppu við Landspítalann? Viltu láta flytja hrátt kjöt til landsins, uppfullt af dularfullum bakteríum og fúkkalyfjum? Viltu fá til landsins stórhættulega og skuggalega flóttamenn sem taka vinnu og húsnæði frá innfæddum? Borðarðu gómsætan og þjóðlegan þorramat? Hefurðu nokkrar áhyggjur af hamfarahlýnun jarðar? Viltu afsala öllum orkugjöfum landsins til vondra útlendinga og samþykkja orkupakkann? Sláandi niðurstöðum þessara símakannana er venjulega slegið upp á forsíðu og stundum er fjallað um málið í leiðara. Verst er hversu hlutfall svarenda er lítið og spurningarnar leiðandi en hvað gerir það til? Allir græða! Fjölmiðillinn birtir innihaldslausar ekki-fréttir í nokkra daga. Almannatenglar fá peninga fyrir að hringja í fólkið. Síðast en ekki síst eru þessar skoðanakannanir leiðbeinandi fyrir mig og forða mér frá því að þurfa að setja mig inn í málin.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun