Borga laxveiðileyfi en fara í silung Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2019 11:00 Fínt að skjótast bara í silung þegar laxveiðiárnar eru vatns og fisklausar. Mynd: KL Það þarf ekki að tala eitthvað í kringum ástandið í laxveiðiánum á Vesturlandi í þessum lengstu þurrkum sem menn muna eftir. Árnar eru flestar í hrikalega litlu vatni og það er helst að Grímsá, Langá og Haffjarðará haldi vatni en þær eru líka að falla ansi hratt. Það sem er að gerast er að laxinn hreinlega gengur ekki í árnar nema stöku fiskar og þeir sem voru þegar komnir í árnar leggjast í dýpstu hylina og hreyfa sig ekki þaðan. Ekki fyrr en það fer að rigna. Að vera leiðsögumaður í þessum skilyrðum getur reynt mikið á en það eru þó einhverjir sem hugsa út fyrir kassann. Heyrst hefur af fleiri og fleiri dæmum um leiðsögumenn sem fara með sína kúnna í silung þegar ekkert er að gerast í laxinum. Það er þó skárra að fara með viðskiptavininn úr ánni en það er alveg borin von að setja í lax í erfiðum eða vonlausum aðstæðum. Þá skjótast veiðimenn á Vesturlandinu til dæmis upp á Arnarvatnsheiði, Hítarvatn eða í vötnin á Snæfellsnesi. Einn úrræðagóður leiðsögumaður gerði meira að segja ferð úr á á vesturlandi alla leið norður á Skagaheiði. Þá var lagt eldsnemma af stað og veitt í vötnunum fram á kvöld og allir komu til baka glaðir eftir góða ferð þar sem fullt af silung var landað. Skárra en að standa við vatnslitla á og fá ekkert. Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði
Það þarf ekki að tala eitthvað í kringum ástandið í laxveiðiánum á Vesturlandi í þessum lengstu þurrkum sem menn muna eftir. Árnar eru flestar í hrikalega litlu vatni og það er helst að Grímsá, Langá og Haffjarðará haldi vatni en þær eru líka að falla ansi hratt. Það sem er að gerast er að laxinn hreinlega gengur ekki í árnar nema stöku fiskar og þeir sem voru þegar komnir í árnar leggjast í dýpstu hylina og hreyfa sig ekki þaðan. Ekki fyrr en það fer að rigna. Að vera leiðsögumaður í þessum skilyrðum getur reynt mikið á en það eru þó einhverjir sem hugsa út fyrir kassann. Heyrst hefur af fleiri og fleiri dæmum um leiðsögumenn sem fara með sína kúnna í silung þegar ekkert er að gerast í laxinum. Það er þó skárra að fara með viðskiptavininn úr ánni en það er alveg borin von að setja í lax í erfiðum eða vonlausum aðstæðum. Þá skjótast veiðimenn á Vesturlandinu til dæmis upp á Arnarvatnsheiði, Hítarvatn eða í vötnin á Snæfellsnesi. Einn úrræðagóður leiðsögumaður gerði meira að segja ferð úr á á vesturlandi alla leið norður á Skagaheiði. Þá var lagt eldsnemma af stað og veitt í vötnunum fram á kvöld og allir komu til baka glaðir eftir góða ferð þar sem fullt af silung var landað. Skárra en að standa við vatnslitla á og fá ekkert.
Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði