Bjargaði nýbornum lambhrúti í Meðallandi Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2019 10:13 Edda Björk hreinsaði lambið en vit þess voru full af sandi, nuddaði og blé og kom því á fætur. „Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“ Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“
Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira