Verstappen fyrstur í Austurríki en gæti fengið refsingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 14:47 Max Verstappen fékk frábæran stuðning í brautinni í Austurríki vísir/getty Max Verstappen fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Verstappen átti frábæran dag og vann annað árið í röð á heimavelli Red Bull. Verstappen var annar á ráspól á eftir Ferrarimanninum Charles Leclerc. Hollendingurinn byrjaði hrikalega og datt niður í sjöunda sæti strax eftir fyrstu beygjurnar. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og vann sig hægt og rólega upp töfluna. Leclerc var í forystu í lokasprettinum á meðan Verstappen var á svakalegum hraða og var hraðastur í brautinni hring eftir hring. Red Bull maðurinn setti pressu á Leclerc og náði svo að fara fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir. Leclerc náði ekki að svara og Verstappen vann sinn sjötta kappakstur á ferlinum.BREAKING: @Max33Verstappen wins an epic race in Spielberg! Charles Leclerc finishes second with Valtteri Bottas taking third WHAT. A. RACE.!!!#AustrianGP#F1pic.twitter.com/vpYPCFqHfc — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en liðsfélagi hans Lewis Hamilton, sem hefur unnið hvern kappaksturinn á fætur öðrum á tímabilinu, varð að sætta sig við fimmta sætið. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Atvikið þegar Verstappen fór fram úr Leclerc er í skoðun þar sem Verstappen gæti hafa gerst brotlegur og ýtt Leclerc út af brautinni. Hann er þó sigurvegari kappakstursins þar til annað kemur í ljós. Heyrði hollenska þjóðsönginn, fékk sinn verðlaunagrip og fagnaði fyrsta sigri sínum þetta tímabilið.CLASSIFICATION - AUSTRIAN GRAND PRIX Verstappen takes Honda's first win since 2006 - although stewards are looking at his lap 69 pass for the lead #AustrianGP#F1pic.twitter.com/1EdjnShnB6 — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Formúla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Max Verstappen fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Verstappen átti frábæran dag og vann annað árið í röð á heimavelli Red Bull. Verstappen var annar á ráspól á eftir Ferrarimanninum Charles Leclerc. Hollendingurinn byrjaði hrikalega og datt niður í sjöunda sæti strax eftir fyrstu beygjurnar. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og vann sig hægt og rólega upp töfluna. Leclerc var í forystu í lokasprettinum á meðan Verstappen var á svakalegum hraða og var hraðastur í brautinni hring eftir hring. Red Bull maðurinn setti pressu á Leclerc og náði svo að fara fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir. Leclerc náði ekki að svara og Verstappen vann sinn sjötta kappakstur á ferlinum.BREAKING: @Max33Verstappen wins an epic race in Spielberg! Charles Leclerc finishes second with Valtteri Bottas taking third WHAT. A. RACE.!!!#AustrianGP#F1pic.twitter.com/vpYPCFqHfc — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en liðsfélagi hans Lewis Hamilton, sem hefur unnið hvern kappaksturinn á fætur öðrum á tímabilinu, varð að sætta sig við fimmta sætið. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Atvikið þegar Verstappen fór fram úr Leclerc er í skoðun þar sem Verstappen gæti hafa gerst brotlegur og ýtt Leclerc út af brautinni. Hann er þó sigurvegari kappakstursins þar til annað kemur í ljós. Heyrði hollenska þjóðsönginn, fékk sinn verðlaunagrip og fagnaði fyrsta sigri sínum þetta tímabilið.CLASSIFICATION - AUSTRIAN GRAND PRIX Verstappen takes Honda's first win since 2006 - although stewards are looking at his lap 69 pass for the lead #AustrianGP#F1pic.twitter.com/1EdjnShnB6 — Formula 1 (@F1) June 30, 2019
Formúla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira