GÓSS sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu og boðar tónleikaferðalag í sumar Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 12:14 Margar helstu dægurlagaperlur þjóðarinnar er að finna á breiðskífunni. GÓSS Tríóið GÓSS hefur sent frá sér breiðskífuna Góssentíð sem inniheldur tíu lög. Sveitin samanstendur af þeim Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari en nafn sveitarinnar er myndað úr upphafstöfum þeirra. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru landsmönnum vel kunnug og hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvara þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Þá hefur hann einnig starfað sem upptökustjóri. Sveitin varð til sumarið 2017 en þau þekkjast vel, Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður og þá hafa Guðmundur og Sigríður starfað saman í hljómsveitinni Hjaltalín. Þau hafa áður unnið saman í mismunandi verkefnum og því má segja að samstarf þeirra þriggja hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt. Upptökur fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og var ákveðið að taka fyrir margar vinsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar og má þar helst nefna Ó, blessuð vertu sumarsól, Sólskinsnætur og Draumaprinsinn. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi víða um landið en hér að neðan má sjá hvar og hvenær sveitin mun koma fram.Miðvikudagur 3. júlí - Hafnarfjörður, BæjarbíóFimmtudagur 4. júlí - Vestmannaeyjar, AlþýðuhúsiðFöstudagur 5. júlí - Vík, VíkurkirkjaLaugardagur 6. júlí - Sólheimar í Grímsnesi, Menningarveisla SólheimaLaugardagur 6. júlí - Þórsmörk, BásarSunnudagur 7. júlí - Hvolsvöllur, MidgardFöstudagur 19. júlí - Borgarfjörður, BrúarásLaugardagur 20. júlí - Akranes, Gamla KaupfélagiðSunnudagur 21. júlí - Þorlákshöfn, Hendur í höfn Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tríóið GÓSS hefur sent frá sér breiðskífuna Góssentíð sem inniheldur tíu lög. Sveitin samanstendur af þeim Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari en nafn sveitarinnar er myndað úr upphafstöfum þeirra. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru landsmönnum vel kunnug og hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvara þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Þá hefur hann einnig starfað sem upptökustjóri. Sveitin varð til sumarið 2017 en þau þekkjast vel, Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður og þá hafa Guðmundur og Sigríður starfað saman í hljómsveitinni Hjaltalín. Þau hafa áður unnið saman í mismunandi verkefnum og því má segja að samstarf þeirra þriggja hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt. Upptökur fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og var ákveðið að taka fyrir margar vinsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar og má þar helst nefna Ó, blessuð vertu sumarsól, Sólskinsnætur og Draumaprinsinn. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi víða um landið en hér að neðan má sjá hvar og hvenær sveitin mun koma fram.Miðvikudagur 3. júlí - Hafnarfjörður, BæjarbíóFimmtudagur 4. júlí - Vestmannaeyjar, AlþýðuhúsiðFöstudagur 5. júlí - Vík, VíkurkirkjaLaugardagur 6. júlí - Sólheimar í Grímsnesi, Menningarveisla SólheimaLaugardagur 6. júlí - Þórsmörk, BásarSunnudagur 7. júlí - Hvolsvöllur, MidgardFöstudagur 19. júlí - Borgarfjörður, BrúarásLaugardagur 20. júlí - Akranes, Gamla KaupfélagiðSunnudagur 21. júlí - Þorlákshöfn, Hendur í höfn
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira