Krassasig brýtur heilann í nýju lagi Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 15:00 Lagið er það fyrsta sem Krassasig gefur út undir eigin nafni. Hlynur Helgi Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson sendi nýverið frá sér lag en lagið er það fyrsta sem hann gefur út undir eigin nafni. Kristinn, sem notast við listamannsnafnið Krassasig, hefur áður vakið athygli sem einn forsprakka fjöllistahópsins Munstur. Lagið ber heitið Brjóta heilann og var tónlistarmyndband við lagið frumsýnt á miðvikudag sem hluti af upphitun Landsbankans fyrir Iceland Airwaves. Kristni til halds og trausts voru tónlistarmennirnir Auður og Magnús Jóhann Ragnarsson sem komu einnig að gerð lagsins. Í samtali við Vísi segir Kristinn að von sé á fleiri lögum frá honum í sumar, í það minnsta tvö til þrjú. Hann er á meðal þeirra sem koma fram á Airwaves í nóvember næstkomandi og líkt og áður hefur komið fram var tónlistarmyndband við lagið gefið út sem hluti af upphitun fyrir hátíðina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kristinn og Auður vinna saman en hann sá áður um leikmyndahönnun fyrir tónleika sem Auður hefur haldið. Samstarfið heldur því áfram í formi tónlistarsköpunar og því verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Þá geta Instagram-notendur glaðst yfir því að í tilefni lagsins var gerður filter í samstarfi við Pétur Eggerz Pétursson og geta því fleiri prófað að brjóta heilann á meðan þeir hlusta á lagið. Skjáskot Lagið er nú aðgengilegt á Spotify og má heyra það hér að neðan. Tónlist Tengdar fréttir Bláir tónar í nýju myndbandi frá Munstur Fjöllistatvíeykið Munstur hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið More & More & More & More. 29. apríl 2019 22:49 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson sendi nýverið frá sér lag en lagið er það fyrsta sem hann gefur út undir eigin nafni. Kristinn, sem notast við listamannsnafnið Krassasig, hefur áður vakið athygli sem einn forsprakka fjöllistahópsins Munstur. Lagið ber heitið Brjóta heilann og var tónlistarmyndband við lagið frumsýnt á miðvikudag sem hluti af upphitun Landsbankans fyrir Iceland Airwaves. Kristni til halds og trausts voru tónlistarmennirnir Auður og Magnús Jóhann Ragnarsson sem komu einnig að gerð lagsins. Í samtali við Vísi segir Kristinn að von sé á fleiri lögum frá honum í sumar, í það minnsta tvö til þrjú. Hann er á meðal þeirra sem koma fram á Airwaves í nóvember næstkomandi og líkt og áður hefur komið fram var tónlistarmyndband við lagið gefið út sem hluti af upphitun fyrir hátíðina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kristinn og Auður vinna saman en hann sá áður um leikmyndahönnun fyrir tónleika sem Auður hefur haldið. Samstarfið heldur því áfram í formi tónlistarsköpunar og því verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Þá geta Instagram-notendur glaðst yfir því að í tilefni lagsins var gerður filter í samstarfi við Pétur Eggerz Pétursson og geta því fleiri prófað að brjóta heilann á meðan þeir hlusta á lagið. Skjáskot Lagið er nú aðgengilegt á Spotify og má heyra það hér að neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Bláir tónar í nýju myndbandi frá Munstur Fjöllistatvíeykið Munstur hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið More & More & More & More. 29. apríl 2019 22:49 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Bláir tónar í nýju myndbandi frá Munstur Fjöllistatvíeykið Munstur hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið More & More & More & More. 29. apríl 2019 22:49