Spænska „hjörðin“ dæmd fyrir hópnauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 14:45 José Ángel Prenda og Alfonso Jesús Cabezuelo sjást hér koma fyrir rétt í dag. vísir/getty Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País. Spánn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País.
Spánn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira