Spænska „hjörðin“ dæmd fyrir hópnauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 14:45 José Ángel Prenda og Alfonso Jesús Cabezuelo sjást hér koma fyrir rétt í dag. vísir/getty Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País. Spánn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País.
Spánn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira