98 sm lax úr Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2019 08:12 Ágúst með 98 sm laxinn í Blöndu Mynd: Lax-Á FB Veiðimenn sem fara í Blöndu þekkja það vel að eiga við stórlaxa enda er hún ein af þessum ám sem reglulega gefur laxa um og yfir 20 pund. Veiðivísir hefur aðeins verið að glugga í veiðibækur og veiðimyndir úr ánum það sem af er sumri og viðerum nokkuð viss um að stærsti laxinn hingað til í sumar hafið komið á land í gær í Blöndu. Það var Ágúst sem veiddi laxinn sem er mældur 98 sm að lengd en eins og sést á myndinni er þetta dæmigerður þykkur Blönduhöfðingu og líklega yfir 20 pund að þyngd en að okkur vitandi var hann ekki vigtaður. Það er þó ólíklegt að þetta met haldi lengi því eins og lesendur Veiðivísis þekkja þá er það vanalega Laxá í Nesi sem gefur 100 sm og stærri laxa í röðum þegar líður á sumarið en aðrar ár sem gefa líka reglulega stórlega og það verður þess vegna spennandi að sjá hvenær fyrsti 100 sm eða stærri laxinn kemur á land í sumar en það sem af er sumri virðist að stórlaxinn á Íslandi sé að eiga góða endurkomu. Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Veiðimenn sem fara í Blöndu þekkja það vel að eiga við stórlaxa enda er hún ein af þessum ám sem reglulega gefur laxa um og yfir 20 pund. Veiðivísir hefur aðeins verið að glugga í veiðibækur og veiðimyndir úr ánum það sem af er sumri og viðerum nokkuð viss um að stærsti laxinn hingað til í sumar hafið komið á land í gær í Blöndu. Það var Ágúst sem veiddi laxinn sem er mældur 98 sm að lengd en eins og sést á myndinni er þetta dæmigerður þykkur Blönduhöfðingu og líklega yfir 20 pund að þyngd en að okkur vitandi var hann ekki vigtaður. Það er þó ólíklegt að þetta met haldi lengi því eins og lesendur Veiðivísis þekkja þá er það vanalega Laxá í Nesi sem gefur 100 sm og stærri laxa í röðum þegar líður á sumarið en aðrar ár sem gefa líka reglulega stórlega og það verður þess vegna spennandi að sjá hvenær fyrsti 100 sm eða stærri laxinn kemur á land í sumar en það sem af er sumri virðist að stórlaxinn á Íslandi sé að eiga góða endurkomu.
Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði