Van Gaal kennir Messi um ógöngur Barcelona í Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2019 15:00 Messi í tapinu gegn Liverpool á Anfield. vísir/getty Fyrrum knattspyrnustjórinn, Louis van Gaal, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og segir það sem honum finnst. Hann lét Lionel Messi fá það óþvegið á dögunum. Van Gaal stýrði Barcelona á árunum 1997-2000 en hann segir að Argentínumaðurinn eigi að aðlaga sig að Barcelona. Ekki öfugt. Hollendingurinn segir að Messi hafi verið gefið of mikið frjálsræði í liðinu undanfarin ár og gagnrýnir Van Gaal síðustu stjóra Barcelona. Barcelona tapaði á grátlegan hátt fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem kostaði þá sæti í úrslitunum og Van Gaal segir að það sé aðallega Messi að kenna. „Ég held að það sé ekkert mikilvægara en liðsmaður. Barca tapar á því. Ég held að Messi ætti að spyrja sjálfan sig hvernig það er mögulegt að það sé svo langt síðan að hann vann Meistaradeildina,“ sagði Van Gaal. „Kíkjum á Barcelona. Hversu marga Meistaradeildartitla hafa þeir unnið, með sem margir segja, besta leikmann heims? Kíkjum á Neymar hjá PSG. Hversu marga Meistaradeildartitla hafa þeir unnið?“ „Messi er besti einstaklingsleikmaður í heimi og tölfræðin hans er mögnuð. En af hverju hefur hann ekki unnið Meistaradeildina í fimm ár?“Is Messi to blame? pic.twitter.com/hMnhcdVI8x — Goal (@goal) June 24, 2019 „Sem fyrirliði liðsins verðurðu að spurja þig af hverju liðið vinnur ekki Evrópubikarinn. Ég held að Messi sé einnig ábyrgur fyrir því sem er að gerast hjá Barcelona, ekki bara þjálfarinn.“ „Þeir eru með leikmannahóp sem telur 30 leikmenn og ég held að Messi ætti að aðlaga sig að hópnum en ekki öfugt,“ sagði Van Gaal að lokum. Gefur ekkert eftir. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Sjá meira
Fyrrum knattspyrnustjórinn, Louis van Gaal, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og segir það sem honum finnst. Hann lét Lionel Messi fá það óþvegið á dögunum. Van Gaal stýrði Barcelona á árunum 1997-2000 en hann segir að Argentínumaðurinn eigi að aðlaga sig að Barcelona. Ekki öfugt. Hollendingurinn segir að Messi hafi verið gefið of mikið frjálsræði í liðinu undanfarin ár og gagnrýnir Van Gaal síðustu stjóra Barcelona. Barcelona tapaði á grátlegan hátt fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem kostaði þá sæti í úrslitunum og Van Gaal segir að það sé aðallega Messi að kenna. „Ég held að það sé ekkert mikilvægara en liðsmaður. Barca tapar á því. Ég held að Messi ætti að spyrja sjálfan sig hvernig það er mögulegt að það sé svo langt síðan að hann vann Meistaradeildina,“ sagði Van Gaal. „Kíkjum á Barcelona. Hversu marga Meistaradeildartitla hafa þeir unnið, með sem margir segja, besta leikmann heims? Kíkjum á Neymar hjá PSG. Hversu marga Meistaradeildartitla hafa þeir unnið?“ „Messi er besti einstaklingsleikmaður í heimi og tölfræðin hans er mögnuð. En af hverju hefur hann ekki unnið Meistaradeildina í fimm ár?“Is Messi to blame? pic.twitter.com/hMnhcdVI8x — Goal (@goal) June 24, 2019 „Sem fyrirliði liðsins verðurðu að spurja þig af hverju liðið vinnur ekki Evrópubikarinn. Ég held að Messi sé einnig ábyrgur fyrir því sem er að gerast hjá Barcelona, ekki bara þjálfarinn.“ „Þeir eru með leikmannahóp sem telur 30 leikmenn og ég held að Messi ætti að aðlaga sig að hópnum en ekki öfugt,“ sagði Van Gaal að lokum. Gefur ekkert eftir.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Sjá meira