Hamilton: Ég á eftir að bæta í hraðann Bragi Þórðarson skrifar 25. júní 2019 23:00 Hamilton segist eiga helling inni Getty Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramót ökuþóra með 36 stigum. Eftir franska kappaksturinn varaði fimmfaldi heimsmeistarinn keppinauta sína við. „Ég veit að fólk vill kannski ekki heyra þetta núna, en ég og liðið eigum eftir að verða sterkari,“ sagði Hamilton Það gæti verið eitthvað til í þessu hjá Hamilton. Bretinn hefur yfirleitt byrjað tímabilið illa en komið sterkur inn seinni part árs. Í ár hefur Lewis byrjað með sex sigrum úr átta keppnum, bilið í Valtteri Bottas er komið 36 stig. Þriðji í mótinu er Sebastian Vettel á Ferrari. Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðustliðin tvö ár. Nú situr Þjóðverjinn 76 stigum á eftir honum í mótinu. Ef Sebastian myndi vinna þrjár keppnir og Hamilton skora ekkert, yrði Lewis þó einu stigi á undan keppinaut sínum. „Málið er að ég vill alltaf gera betur,“ sagði Hamilton eftir franska kappaksturinn. „Eftir hverja keppni getur maður alltaf horft til baka og sagt að eitthvað hefði mátt betur fara.“ Nú er allt komið á fullt í Formúlunni og fer næsta keppni fram strax um næstu helgi í Austurríki. Hún verður að sjálfsögðu í beinni á sportrásum Stöðvar 2. Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramót ökuþóra með 36 stigum. Eftir franska kappaksturinn varaði fimmfaldi heimsmeistarinn keppinauta sína við. „Ég veit að fólk vill kannski ekki heyra þetta núna, en ég og liðið eigum eftir að verða sterkari,“ sagði Hamilton Það gæti verið eitthvað til í þessu hjá Hamilton. Bretinn hefur yfirleitt byrjað tímabilið illa en komið sterkur inn seinni part árs. Í ár hefur Lewis byrjað með sex sigrum úr átta keppnum, bilið í Valtteri Bottas er komið 36 stig. Þriðji í mótinu er Sebastian Vettel á Ferrari. Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðustliðin tvö ár. Nú situr Þjóðverjinn 76 stigum á eftir honum í mótinu. Ef Sebastian myndi vinna þrjár keppnir og Hamilton skora ekkert, yrði Lewis þó einu stigi á undan keppinaut sínum. „Málið er að ég vill alltaf gera betur,“ sagði Hamilton eftir franska kappaksturinn. „Eftir hverja keppni getur maður alltaf horft til baka og sagt að eitthvað hefði mátt betur fara.“ Nú er allt komið á fullt í Formúlunni og fer næsta keppni fram strax um næstu helgi í Austurríki. Hún verður að sjálfsögðu í beinni á sportrásum Stöðvar 2.
Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira