Rigndi á Vök Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 26. júní 2019 10:00 Hljómsveitin hitaði upp fyrir Duran Duran í Laugardalshöll í gærkvöldi. Mynd/Sigga Ella Hljómsveitin Vök hefur átt góðu gengi að fagna fyrir utan landsteinana síðustu árin og fylgdi nýjustu breiðskífu sinni, In the Dark, eftir með stórum Evróputúr. „Við spiluðum í byrjun júní í kjallaranum á Hard Rock. Það voru fyrstu tónleikarnir okkar hérna á Íslandi frá því í byrjun mars, en þá vorum við með útgáfutónleika í Iðnó og á Græna hattinum,“ segir Margrét, söngkona Vakar.Aðdáendur á öllum aldri Hljómsveitin er skipuð þeim Margréti Rán, Andra Má og Einari. Þau tvö fyrrnefndu stofnuðu sveitina til þess að taka þátt í Músíktilraunum 2013, þar sem þau sigruðu. Nokkur af myndböndum sveitarinnar hafa verið spiluð í um og yfir milljón skipti á myndbandamiðlinum YouTube. Vök var valin til að hita upp fyrir eina stærstu sveit níunda áratugarins, Duran Duran, og söngkonuna Patti Smith á Secret Solstice-tóleikahátíðinni. Margrét segir það ekki hafa komið henni sérstaklega að óvart að þau skyldu hafa verið valin til að hita upp fyrir Smith og Duran Duran. „Mér fannst það alveg ganga upp, eða ég sé í það minnsta hvernig tónlistin okkar passar ágætlega saman við þeirra. Við höfum líka tekið eftir því sérstaklega að við eigum breiðan hóp aðdáenda, bæði þegar það kemur að aldri og týpum. Ég myndi segja að megnið af okkar hlustendum sé á aldrinum 25-60 ára. “Væta á Vök Tónleikarnir með Patti Smith voru um síðastliðna helgi. „Ég verð bara að segja eins og er að ég veit ekki nákvæmlega samt hvernig það kom til að við vorum valin til að spila á undan henni. Hvort hún eða hennar teymi hafi haft einhverja aðkomu að því, um það get ég lítið sagt,“ svarar Margrét glaðbeitt, en þegar blaðamaður náði tali af henni var hún mætt ásamt restinni af hljómsveitinni að stilla upp hljóðfærunum í Laugardalshöll. Margrét segir að það hafi gengið ágætlega á Secret Solstice en kaldhæðni örlaganna var sú að nánast eini tíminn þar sem eitthvað rigndi yfir hátíðina var þegar hljómsveit nefnd Vök steig á svið. „Það var búin að vera sól alla helgina en svo einmitt þegar við stígum á svið þá byrjar að rigna, sem var ákveðinn skellur,“ segir Margrét hlæjandi.Náði að kasta kveðju á Smith Sveitin spilaði á sunnudeginum og því eflaust komin smá þreyta í áhorfendur. „Það rættist samt úr mætingunni, þannig að þetta var eins gott og það gat verið í ljósi aðstæðna.“ Margrét heldur upp á Smith og hefur lesið megnið af bókunum sem hún hefur gefið út. „Já, ég myndi segja að ég væri aðdáandi. Við náðum samt ekki að hitta hana neitt þannig, en ég þakkaði henni fyrir tónleikana þegar ég stóð í stutta stund við hliðina á henni. Hvort hún hafi áttað sig á að ég væri í hljómsveitinni sem hitaði upp fyrir hana er ég ekki viss um.“ Hljómsveitin mun nú taka það aðeins rólegar og spila meira hér heima á næstu misserum. „Við höfum mest verið að spila úti undanfarið og eiginlega á þrotlausu tónleikaferðalagi undanfarin ár. Þess vegna finnst okkur öllum alveg frábært að vera að spila mest heima núna á næstunni, ef undan er skilið G! Festival í Færeyjum, en þangað er stutt að fara. Við munum svo spila á Bræðslunni og svo á Í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Margrét að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Hljómsveitin Vök hefur átt góðu gengi að fagna fyrir utan landsteinana síðustu árin og fylgdi nýjustu breiðskífu sinni, In the Dark, eftir með stórum Evróputúr. „Við spiluðum í byrjun júní í kjallaranum á Hard Rock. Það voru fyrstu tónleikarnir okkar hérna á Íslandi frá því í byrjun mars, en þá vorum við með útgáfutónleika í Iðnó og á Græna hattinum,“ segir Margrét, söngkona Vakar.Aðdáendur á öllum aldri Hljómsveitin er skipuð þeim Margréti Rán, Andra Má og Einari. Þau tvö fyrrnefndu stofnuðu sveitina til þess að taka þátt í Músíktilraunum 2013, þar sem þau sigruðu. Nokkur af myndböndum sveitarinnar hafa verið spiluð í um og yfir milljón skipti á myndbandamiðlinum YouTube. Vök var valin til að hita upp fyrir eina stærstu sveit níunda áratugarins, Duran Duran, og söngkonuna Patti Smith á Secret Solstice-tóleikahátíðinni. Margrét segir það ekki hafa komið henni sérstaklega að óvart að þau skyldu hafa verið valin til að hita upp fyrir Smith og Duran Duran. „Mér fannst það alveg ganga upp, eða ég sé í það minnsta hvernig tónlistin okkar passar ágætlega saman við þeirra. Við höfum líka tekið eftir því sérstaklega að við eigum breiðan hóp aðdáenda, bæði þegar það kemur að aldri og týpum. Ég myndi segja að megnið af okkar hlustendum sé á aldrinum 25-60 ára. “Væta á Vök Tónleikarnir með Patti Smith voru um síðastliðna helgi. „Ég verð bara að segja eins og er að ég veit ekki nákvæmlega samt hvernig það kom til að við vorum valin til að spila á undan henni. Hvort hún eða hennar teymi hafi haft einhverja aðkomu að því, um það get ég lítið sagt,“ svarar Margrét glaðbeitt, en þegar blaðamaður náði tali af henni var hún mætt ásamt restinni af hljómsveitinni að stilla upp hljóðfærunum í Laugardalshöll. Margrét segir að það hafi gengið ágætlega á Secret Solstice en kaldhæðni örlaganna var sú að nánast eini tíminn þar sem eitthvað rigndi yfir hátíðina var þegar hljómsveit nefnd Vök steig á svið. „Það var búin að vera sól alla helgina en svo einmitt þegar við stígum á svið þá byrjar að rigna, sem var ákveðinn skellur,“ segir Margrét hlæjandi.Náði að kasta kveðju á Smith Sveitin spilaði á sunnudeginum og því eflaust komin smá þreyta í áhorfendur. „Það rættist samt úr mætingunni, þannig að þetta var eins gott og það gat verið í ljósi aðstæðna.“ Margrét heldur upp á Smith og hefur lesið megnið af bókunum sem hún hefur gefið út. „Já, ég myndi segja að ég væri aðdáandi. Við náðum samt ekki að hitta hana neitt þannig, en ég þakkaði henni fyrir tónleikana þegar ég stóð í stutta stund við hliðina á henni. Hvort hún hafi áttað sig á að ég væri í hljómsveitinni sem hitaði upp fyrir hana er ég ekki viss um.“ Hljómsveitin mun nú taka það aðeins rólegar og spila meira hér heima á næstu misserum. „Við höfum mest verið að spila úti undanfarið og eiginlega á þrotlausu tónleikaferðalagi undanfarin ár. Þess vegna finnst okkur öllum alveg frábært að vera að spila mest heima núna á næstunni, ef undan er skilið G! Festival í Færeyjum, en þangað er stutt að fara. Við munum svo spila á Bræðslunni og svo á Í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Margrét að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira