Undanúrslit í Háskólabíói ATV skrifar 27. júní 2019 08:00 Rafíþróttir hafa vaxið á methraða síðustu ár. frettabladid/Ragnar Máni Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri. Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn
Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn