Sterk orka í Glastonbury Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júní 2019 12:15 Íris Hrund, Dísa, Erla og Harpa Fönn í Grúsku Babúsku eru á leið til Glastonbury í dag! Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það er stórkostlegt tækifæri að fá að spila á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Við erum alsælar með það,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem skipa hljómsveitina Grúska Babúska nú um stundir. Sú sveit er hin eina alíslenska sem kemur fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. „Þetta er stór hátíð, 250 þúsund manns eru þarna yfir eina helgi, bara eins og allir Reykvíkingar væru samankomnir,“ lýsir Harpa Fönn. „Ég held að þar séu 40 til 50 svið og hvert svið er með sína eigin litlu hátíð, svo þetta er mjög sérstakt. Við komum fram á sunnudaginn á Croissant Neuf-sviðinu, þar hafa listamenn á borð við Ed Sheeran komið fram.“ Með Hörpu Fönn eru Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefánsdóttir í Grúsku Babúsku sem stofnuð var 2012 og hefur verið fjölmennari. Hljóðheimurinn samanstendur helst af röddum, spiladós, bassa, melódíku, rafmagnsfiðlu, klukkuspili og slagverki. Þó að þær séu að spila á Glastonbury-hátíðinni í fyrsta skipti þá hafa þær mikið verið í samnefndum bæ. Harpa Fönn útskýrir hverju það sætir. „Við fórum í tónleikaferð um Bretland fyrir þremur árum og vorum bókaðar á stað sem heitir The King Arthur í Glastonbury. Vorum að spila í Bristol kvöldið áður og hálf ryðgaðar þegar við stigum út úr rútunni en fundum strax hvað Glastonbury er magnaður staður. Stoppuðum bara einn sólarhring en tókum skyndiákvörðun um að fara þangað aftur um haustið í tónsmíðaferð og semja lög á nýja plötu. Stóðum við það og vorum í tíu daga, spiluðum aftur á The King Arthur, kynntumst mörgum heimamönnum og sumir spiluðu inn á plötuna okkar því þarna er mikil tónlist og gróska í jaðarlistum.“ Harpa Fönn segir skráða íbúa í miðaldabænum Glastonbury um 7.000. „Manni líður eins og á Akureyri, nema hvað þarna er eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Við aðalgötuna er ótrúlegt framboð varnings og þjónustu, vanti mann nornakúst eða verndarsteina þá finnur maður hvort tveggja og vilji maður fara í nálastungu eða jóga, þá er nóg um slíkt.“ Hún segir plötu sveitarinnar, Tor, sem kom út á síðasta ári, nefnda eftir Glastonbury Tor, merku mannvirki á fagurri hæð ofan við bæinn. „Tor er nokkurs konar hlið og það eru alls konar andlegar sögur og mýtur um þann stað, því kringum hann er sterk orka,“ lýsir hún. Grúska Babúska er einmitt þekkt fyrir tónlist sem færir hlustandann inn í draumkenndan heim, ýmist gáskafullan eða dimman, og Harpa Fönn segir bæinn hafa verið fyrir þær dömurnar eins og að koma heim. „Svo gerist það í einni tónleikaferð þegar við vorum að spila á stað í Bristol að hljóðmaðurinn er svona hrifinn af okkur og tónlistinni okkar og segir: „Hei! mamma mín er með svið á hátíðinni í Glastonbury,“ og í kjölfarið fengum við boð um að spila þar. Við náttúrlega þáðum það, enda verður það ótrúleg lífsreynsla.“ Birtist í Fréttablaðinu England Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Það er stórkostlegt tækifæri að fá að spila á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Við erum alsælar með það,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem skipa hljómsveitina Grúska Babúska nú um stundir. Sú sveit er hin eina alíslenska sem kemur fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. „Þetta er stór hátíð, 250 þúsund manns eru þarna yfir eina helgi, bara eins og allir Reykvíkingar væru samankomnir,“ lýsir Harpa Fönn. „Ég held að þar séu 40 til 50 svið og hvert svið er með sína eigin litlu hátíð, svo þetta er mjög sérstakt. Við komum fram á sunnudaginn á Croissant Neuf-sviðinu, þar hafa listamenn á borð við Ed Sheeran komið fram.“ Með Hörpu Fönn eru Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefánsdóttir í Grúsku Babúsku sem stofnuð var 2012 og hefur verið fjölmennari. Hljóðheimurinn samanstendur helst af röddum, spiladós, bassa, melódíku, rafmagnsfiðlu, klukkuspili og slagverki. Þó að þær séu að spila á Glastonbury-hátíðinni í fyrsta skipti þá hafa þær mikið verið í samnefndum bæ. Harpa Fönn útskýrir hverju það sætir. „Við fórum í tónleikaferð um Bretland fyrir þremur árum og vorum bókaðar á stað sem heitir The King Arthur í Glastonbury. Vorum að spila í Bristol kvöldið áður og hálf ryðgaðar þegar við stigum út úr rútunni en fundum strax hvað Glastonbury er magnaður staður. Stoppuðum bara einn sólarhring en tókum skyndiákvörðun um að fara þangað aftur um haustið í tónsmíðaferð og semja lög á nýja plötu. Stóðum við það og vorum í tíu daga, spiluðum aftur á The King Arthur, kynntumst mörgum heimamönnum og sumir spiluðu inn á plötuna okkar því þarna er mikil tónlist og gróska í jaðarlistum.“ Harpa Fönn segir skráða íbúa í miðaldabænum Glastonbury um 7.000. „Manni líður eins og á Akureyri, nema hvað þarna er eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Við aðalgötuna er ótrúlegt framboð varnings og þjónustu, vanti mann nornakúst eða verndarsteina þá finnur maður hvort tveggja og vilji maður fara í nálastungu eða jóga, þá er nóg um slíkt.“ Hún segir plötu sveitarinnar, Tor, sem kom út á síðasta ári, nefnda eftir Glastonbury Tor, merku mannvirki á fagurri hæð ofan við bæinn. „Tor er nokkurs konar hlið og það eru alls konar andlegar sögur og mýtur um þann stað, því kringum hann er sterk orka,“ lýsir hún. Grúska Babúska er einmitt þekkt fyrir tónlist sem færir hlustandann inn í draumkenndan heim, ýmist gáskafullan eða dimman, og Harpa Fönn segir bæinn hafa verið fyrir þær dömurnar eins og að koma heim. „Svo gerist það í einni tónleikaferð þegar við vorum að spila á stað í Bristol að hljóðmaðurinn er svona hrifinn af okkur og tónlistinni okkar og segir: „Hei! mamma mín er með svið á hátíðinni í Glastonbury,“ og í kjölfarið fengum við boð um að spila þar. Við náttúrlega þáðum það, enda verður það ótrúleg lífsreynsla.“
Birtist í Fréttablaðinu England Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira