Urriðafoss með 319 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2019 09:44 Nýjar uppfærðar veiðitölur komu inn á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga í gær og það er sem fyrr Urriðafoss sem hefur gefið mest í sumar. Veiðiní Urriðafossi er 60 löxum minni en í fyrra en það má að mestu skýra vegna erfiðari skilyrða í ánni sem er búin að vera ansi gruggug marga dagana í júní. Það er samt ekki hægt að kvarta yfir veiðitölum þar og veiðimenn sem koma þaðan flestir kampakátir með veiðina. Heildarveiðin þar er komin í 319 laxa. Blanda er svo í öðru sæti listans með 110 laxa sem er 65 löxum minna en á sama tíma í fyrra, 118 löxum minna en 2017 og um það bil 500 löxum minna en 2016. En til að halda samanburðinum áfram þá var veiðin á þessum tíma árið 2015 ekki nema 150 laxar en Blanda endaði það ár með 4.829 laxa svo þessi byrjun þarf alls ekki að vera merki þess að þetta sumar verði rólegt. Brennan og eystri Rangá eru á pari með 93 laxa og það er að veiðast mikið af stórlaxi í Eystri núna. Dragárnar eiga erfiðar daga og þar fer saman vatnsleysi og fiskleysi vegna vatnsleysis en laxinn bíður yfirleitt færis þegar árnar eru jafn lágar og núna þangað til það hækkar í þeim þá lifnar yfirleitt ansi hressilega yfir hlutunum, eða við skulum alla vega vona það. Norðurá hefur ekki gefið nema 29 laxa en til samanburðar komu 350 á sama tíma í fyrra og meira að segja 2014 sem þótti afleitt veiðiár voru komnir um 130 laxar á land á sama tíma. Áin er búin að vera í afskaplega litlu vatni og veiðimenn vona að þetta braggist hratt með hækkandi vatni á úrkomudögum sem eru í veðurspánni. Listinn yfir aflahæstu árnar er hér. Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Boðið í veiði í Hlíðarvatni 12. júní Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði
Nýjar uppfærðar veiðitölur komu inn á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga í gær og það er sem fyrr Urriðafoss sem hefur gefið mest í sumar. Veiðiní Urriðafossi er 60 löxum minni en í fyrra en það má að mestu skýra vegna erfiðari skilyrða í ánni sem er búin að vera ansi gruggug marga dagana í júní. Það er samt ekki hægt að kvarta yfir veiðitölum þar og veiðimenn sem koma þaðan flestir kampakátir með veiðina. Heildarveiðin þar er komin í 319 laxa. Blanda er svo í öðru sæti listans með 110 laxa sem er 65 löxum minna en á sama tíma í fyrra, 118 löxum minna en 2017 og um það bil 500 löxum minna en 2016. En til að halda samanburðinum áfram þá var veiðin á þessum tíma árið 2015 ekki nema 150 laxar en Blanda endaði það ár með 4.829 laxa svo þessi byrjun þarf alls ekki að vera merki þess að þetta sumar verði rólegt. Brennan og eystri Rangá eru á pari með 93 laxa og það er að veiðast mikið af stórlaxi í Eystri núna. Dragárnar eiga erfiðar daga og þar fer saman vatnsleysi og fiskleysi vegna vatnsleysis en laxinn bíður yfirleitt færis þegar árnar eru jafn lágar og núna þangað til það hækkar í þeim þá lifnar yfirleitt ansi hressilega yfir hlutunum, eða við skulum alla vega vona það. Norðurá hefur ekki gefið nema 29 laxa en til samanburðar komu 350 á sama tíma í fyrra og meira að segja 2014 sem þótti afleitt veiðiár voru komnir um 130 laxar á land á sama tíma. Áin er búin að vera í afskaplega litlu vatni og veiðimenn vona að þetta braggist hratt með hækkandi vatni á úrkomudögum sem eru í veðurspánni. Listinn yfir aflahæstu árnar er hér.
Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Boðið í veiði í Hlíðarvatni 12. júní Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði