Flottar bleikjur í Fnjóská Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2019 11:00 Mattías Þór með glæsilega sjóbleikju úr Fnjóská Mynd: Mattías Þór Hákonarson Það sem togar marga veiðimenn í Fnjóská er ekki endilega lax heldur stórar sjóbleikjur sem getur verið alveg óheyrilega gaman að veiða. Norðurlandið er eins og veiðimenn þekkja afskaplega gjöfult á sjóbleikju í þeim ám þar sem hana er að finna. Frá norðanverðu vesturlandi að Breiðdal á austurlandi er fjöldinn allur af ám af öllum stærðum og gerðum þar sem sjóbleikju er að finna en þær stærstu jafnast á allann hátt á við að þreyta lax. Við það bætist svo að líklega er engin laxfiskur bragðbetri en ný sjóbleikja. Fnjóská er ein af þessum ám á norðurlandi sem margir sækja eingöngu til að eltast við stórar bleikjur og það hefur verið mjög líflegt þar síðustu daga. Veiðivísir á, eins og gefur að skilja, marga veiðivini á Facebook sem gefa okkur leyfi til að birta myndir af veiðitúrum og veiði og einn af eim duglegri er Mattías Þór Hákonarson en hann hefur verið við veiðar í Fnjóská og af myndunum af dæma hefur verið gaman hjá þeim. Það eru ekki margar ár sem gefa svona flottar sjóbleikjur. Fnjóská gefur 500-1000 bleikjur á ári og er með meðalveiði upp á um það bil 250 laxa á ári. Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði
Það sem togar marga veiðimenn í Fnjóská er ekki endilega lax heldur stórar sjóbleikjur sem getur verið alveg óheyrilega gaman að veiða. Norðurlandið er eins og veiðimenn þekkja afskaplega gjöfult á sjóbleikju í þeim ám þar sem hana er að finna. Frá norðanverðu vesturlandi að Breiðdal á austurlandi er fjöldinn allur af ám af öllum stærðum og gerðum þar sem sjóbleikju er að finna en þær stærstu jafnast á allann hátt á við að þreyta lax. Við það bætist svo að líklega er engin laxfiskur bragðbetri en ný sjóbleikja. Fnjóská er ein af þessum ám á norðurlandi sem margir sækja eingöngu til að eltast við stórar bleikjur og það hefur verið mjög líflegt þar síðustu daga. Veiðivísir á, eins og gefur að skilja, marga veiðivini á Facebook sem gefa okkur leyfi til að birta myndir af veiðitúrum og veiði og einn af eim duglegri er Mattías Þór Hákonarson en hann hefur verið við veiðar í Fnjóská og af myndunum af dæma hefur verið gaman hjá þeim. Það eru ekki margar ár sem gefa svona flottar sjóbleikjur. Fnjóská gefur 500-1000 bleikjur á ári og er með meðalveiði upp á um það bil 250 laxa á ári.
Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði