Leclerc á ráspól og Hamilton gæti fengið refsingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:38 Charles Leclerc keyrir fyrir Ferrari vísir/getty Charles Leclerc verður á ráspól þegar Austurríkiskappaksturinn verður flautaður á í Formúlu 1 á morgun. Leclerc keyrði hraðast allra í dramatískri tímatöku í dag. Lewis Hamilton náði öðrum besta tíma dagsins en hann gæti þó dottið aftar í röðina áður en menn verða ræstir af stað á morgun því verið er að rannsaka hegðun hans. Hamilton á að hafa hindrað Kimi Raikkonen í fyrstu umferð tímatökunnar. Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Sebastian Vettel, lenti í vélarvandræðum í upphafi þriðju umferðar tímatökunnar. Hann náði ekki að klára hring í þriðju umferðinni og byrjar því tíundi á morgun. Þetta er í annað skipti á árinu sem Leclerc nær ráspól og annar ráspóll hans á ferlinum. Þriðji í tímatökunni varð Max Verstappen á Red Bull, en Red Bull er á heimavelli í austurríska kappakstrinum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá kappakstrinum á morgun, útsending hefst klukkan 12:50. Formúla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Charles Leclerc verður á ráspól þegar Austurríkiskappaksturinn verður flautaður á í Formúlu 1 á morgun. Leclerc keyrði hraðast allra í dramatískri tímatöku í dag. Lewis Hamilton náði öðrum besta tíma dagsins en hann gæti þó dottið aftar í röðina áður en menn verða ræstir af stað á morgun því verið er að rannsaka hegðun hans. Hamilton á að hafa hindrað Kimi Raikkonen í fyrstu umferð tímatökunnar. Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Sebastian Vettel, lenti í vélarvandræðum í upphafi þriðju umferðar tímatökunnar. Hann náði ekki að klára hring í þriðju umferðinni og byrjar því tíundi á morgun. Þetta er í annað skipti á árinu sem Leclerc nær ráspól og annar ráspóll hans á ferlinum. Þriðji í tímatökunni varð Max Verstappen á Red Bull, en Red Bull er á heimavelli í austurríska kappakstrinum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá kappakstrinum á morgun, útsending hefst klukkan 12:50.
Formúla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira