Kristófer Acox segist ekki vera spaði: „Ég er bara saklaus mömmustrákur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 14:00 Birna María og Kristófer Acox ræddu málin í GYM. Stöð 2 Körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox ætti að vera flestum íþróttaáhugamönnum landsins kunnur. Hann er leikmaður KR í Dominos-deildinni og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn með liðinu síðastliðin þrjú ár. Kristófer var gestur Birnu Maríu í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar af spjallþættinum GYM, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum í sumar. Birna og Kristófer fóru um víðan völl í þættinum og fá áhorfendur meðal annars að sjá hve gríðarlegum stökkkrafti þessi magnaði íþróttamaður býr yfir. Þá lætur hann einnig í ljós óánægju sína með að hlaupa í ræktinni, en kappinn segir fátt leiðinlegra en að hlaupa á brettinu. Aðra sögu sé þó að segja um hlaup með bolta. Áhorfendur fá þá einnig að kynnast mýkri hlið kappans en á teygjusvæðinu segir Kristófer Birnu frá því að hann njóti þess ekkert sérstaklega að láta taka myndir af sér, nema þá mögulega með ungum aðdáendum eða í myndatökum fyrir styrktaraðila sína. Eftir að hafa fengið að kynnast Kristófer betur viðurkenndi Birna að það vekti hjá henni furðu hversu litlir stjörnustælar væru í kappanum. Hún hafi búist við að hann væri meiri „sjomli.“ „Ég er bara saklaus mömmustrákur, ég er enginn spaði. Ég var bara í Kvennó,“ segir Kristófer þá. Hluta þáttarins má sjá hér að neðan en þættina í heild sinni má sjá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 klukkan 20:40 eða á Stöð 2 Maraþon. Dominos-deild karla GYM Heilsa Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox ætti að vera flestum íþróttaáhugamönnum landsins kunnur. Hann er leikmaður KR í Dominos-deildinni og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn með liðinu síðastliðin þrjú ár. Kristófer var gestur Birnu Maríu í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar af spjallþættinum GYM, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum í sumar. Birna og Kristófer fóru um víðan völl í þættinum og fá áhorfendur meðal annars að sjá hve gríðarlegum stökkkrafti þessi magnaði íþróttamaður býr yfir. Þá lætur hann einnig í ljós óánægju sína með að hlaupa í ræktinni, en kappinn segir fátt leiðinlegra en að hlaupa á brettinu. Aðra sögu sé þó að segja um hlaup með bolta. Áhorfendur fá þá einnig að kynnast mýkri hlið kappans en á teygjusvæðinu segir Kristófer Birnu frá því að hann njóti þess ekkert sérstaklega að láta taka myndir af sér, nema þá mögulega með ungum aðdáendum eða í myndatökum fyrir styrktaraðila sína. Eftir að hafa fengið að kynnast Kristófer betur viðurkenndi Birna að það vekti hjá henni furðu hversu litlir stjörnustælar væru í kappanum. Hún hafi búist við að hann væri meiri „sjomli.“ „Ég er bara saklaus mömmustrákur, ég er enginn spaði. Ég var bara í Kvennó,“ segir Kristófer þá. Hluta þáttarins má sjá hér að neðan en þættina í heild sinni má sjá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 klukkan 20:40 eða á Stöð 2 Maraþon.
Dominos-deild karla GYM Heilsa Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira