Lenovo-deildin: Undanúrslitin hefjast í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2019 18:45 Undanúrslitin fara af stað í kvöld. Eftir sex vikur stútfullar af frábærri leikjaspilun er riðlakeppni Lenovo-deildarinnar lokið. Nú er komið að undanúrslitum en fyrsta viðureign þeirra fer fram í kvöld. Klukkan 19:30 hefjast undanúrslitin þar sem Frozt etur kappi við Kingz í League of Legends. Ljóst er að hart verður barist, enda mikið undir. Sigurvegari viðureignarinnar fer áfram í úrslitin, á meðan tapliðið mun sitja eftir með sárt ennið.Sjá einnig:Skyggnst bak við tjöldin á Lenovo-deildinni Undanúrslitin ná yfir tvær vikur en á morgun mætast Hafið og KR í Counter Strike: Global Offenisve. Seinni undanúrslitarimmurnar fara síðan fram í næstu viku þegar Dusty mætir Old Dogs í LoL á miðvikudag og Fylkir og Tropadeleet loka síðan undanúrslitunum á fimmtudag með alvöru CS:OG rimmu. Í undanúrslitum er leikum háttað þannig að stuðst er við svokallað „best of 3“ fyrirkomulag, þannig að liðin verða að vinna tvo leiki til þess að komast áfram í sjálfa úrslitarimmuna. Hér að neðan má fylgjast með viðureign Frozt og Kings, sem eins og áður segir hefst klukkan 19:30.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn
Eftir sex vikur stútfullar af frábærri leikjaspilun er riðlakeppni Lenovo-deildarinnar lokið. Nú er komið að undanúrslitum en fyrsta viðureign þeirra fer fram í kvöld. Klukkan 19:30 hefjast undanúrslitin þar sem Frozt etur kappi við Kingz í League of Legends. Ljóst er að hart verður barist, enda mikið undir. Sigurvegari viðureignarinnar fer áfram í úrslitin, á meðan tapliðið mun sitja eftir með sárt ennið.Sjá einnig:Skyggnst bak við tjöldin á Lenovo-deildinni Undanúrslitin ná yfir tvær vikur en á morgun mætast Hafið og KR í Counter Strike: Global Offenisve. Seinni undanúrslitarimmurnar fara síðan fram í næstu viku þegar Dusty mætir Old Dogs í LoL á miðvikudag og Fylkir og Tropadeleet loka síðan undanúrslitunum á fimmtudag með alvöru CS:OG rimmu. Í undanúrslitum er leikum háttað þannig að stuðst er við svokallað „best of 3“ fyrirkomulag, þannig að liðin verða að vinna tvo leiki til þess að komast áfram í sjálfa úrslitarimmuna. Hér að neðan má fylgjast með viðureign Frozt og Kings, sem eins og áður segir hefst klukkan 19:30.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn