Minna er stundum meira Jónas Sen skrifar 13. júní 2019 14:00 Kantata Sigurðar Sævarssonar vakti talsverða lukku. Fréttablaðið/Valli Kirkjulistahátíð endaði ekki með hvelli heldur kjökri, svo vitnað sé í hið fræga ljóð T. S. Eliots. Byrjun hátíðarinnar, frumflutningur Óratóríu Hafliða Hallgrímssonar, var vissulega stórfenglegur hvellur, en Hvítasunnukantata Sigurðar Sævarssonar, sem var aðalatriði lokatónleikanna á mánudaginn, var miklu minni um sig. Kjökur er þó líklega ekki nákvæm lýsing; andvarp væri nærri lagi, og þá í kosmískum skilningi. Textinn samanstendur af hinu fræga ákalli frá miðöldum, Veni, Sancte Spiritus, eða Kom, heilagur andi. Inn á milli voru ritningarstaðir til hugleiðingar. Tónlistin var mínímalísk, þ.e. byggðist að nokkru leyti á mörgum endurtekningum lítilla hendinga, ekki ósvipuð tónlistinni eftir Philip Glass, Steve Reich og John Adams. Stemningin var myndræn og verkið myndi sóma sér ágætlega sem kvikmyndatónlist. Stefin voru grípandi og endurtekningarnar gerðu allt miklu auðskiljanlegra. Það var engin flókin framvinda í músíkinni, andrúmsloftið var eins og í hugleiðslu, en samt tregafullt. Einfaldleikinn virkaði í gríðarlegri endurómun Hallgrímskirkju, hún líkt og spilaði með tónlistinni fremur en að fletja hana út. Sterk stemning myndaðist, enda vakti kantatan talsverða lukku áheyrenda.Söng af smekkvísi og fágun Flutningurinn var fínn. Benedikt Kristjánsson tenór söng flesta ritningarstaðina og gerði það af smekkvísi og fágun. Hildigunnur Einarsdóttir alt kom einnig fram, og var það í hápunkti tónsmíðarinnar, þegar heilagur andi yfirskyggir postulana og þeir tala tungum. Hildigunnur söng prýðilega, af krafti og innileika, tær röddin kom einstaklega vel út. Kórinn Schola cantorum söng sömuleiðis af hrífandi einlægni, og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju var með allt á hreinu. Þrjár hvítasunnukantötur eftir Bach (BWV 172, 6 og 34) voru ekki eins skemmtilegar. Hljómsveitin spilaði þá verr, hver svo sem ástæðan var. Margt var vissulega fallegt, heildarhljómurinn var þýður og áheyrilegur, en ýmsar einleiksstrófur voru lítt áheyrilegar. Munaði mest um þrjá trompetleikara sem hittu ekki alltaf á rétta tóna. Kórinn, Schola cantorum, auk Mótettukórs kirkjunnar, sem bættist við í síðustu kantötunni, söng þó ágætlega, söngurinn var ávallt þéttur og fókuseraður. En ósannfærandi hljómsveitarleikurinn gerði að verkum að heildarmyndin hitti aldrei í mark, jafvel þótt einsöngvararnir stæðu sig yfirleitt eins og best verður á kosið. Tónleikarnir voru nokkuð langir. Þeir hófust klukkan fimm. Gestir sem sátu hægra megin í kirkjunni máttu þola sólina í andlitið allan tímann, þeir voru nánast steiktir lifandi. Auðvitað var ekki hægt að spá fyrir um veðrið þegar dagskráin var plönuð, en minna hefði svo sannarlega verið meira hér.Veni, Sancte Spiritus eftir Sigurð Sævarsson var góð skemmtun, en þrjár kantötur eftir Bach voru síðri. Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kirkjulistahátíð endaði ekki með hvelli heldur kjökri, svo vitnað sé í hið fræga ljóð T. S. Eliots. Byrjun hátíðarinnar, frumflutningur Óratóríu Hafliða Hallgrímssonar, var vissulega stórfenglegur hvellur, en Hvítasunnukantata Sigurðar Sævarssonar, sem var aðalatriði lokatónleikanna á mánudaginn, var miklu minni um sig. Kjökur er þó líklega ekki nákvæm lýsing; andvarp væri nærri lagi, og þá í kosmískum skilningi. Textinn samanstendur af hinu fræga ákalli frá miðöldum, Veni, Sancte Spiritus, eða Kom, heilagur andi. Inn á milli voru ritningarstaðir til hugleiðingar. Tónlistin var mínímalísk, þ.e. byggðist að nokkru leyti á mörgum endurtekningum lítilla hendinga, ekki ósvipuð tónlistinni eftir Philip Glass, Steve Reich og John Adams. Stemningin var myndræn og verkið myndi sóma sér ágætlega sem kvikmyndatónlist. Stefin voru grípandi og endurtekningarnar gerðu allt miklu auðskiljanlegra. Það var engin flókin framvinda í músíkinni, andrúmsloftið var eins og í hugleiðslu, en samt tregafullt. Einfaldleikinn virkaði í gríðarlegri endurómun Hallgrímskirkju, hún líkt og spilaði með tónlistinni fremur en að fletja hana út. Sterk stemning myndaðist, enda vakti kantatan talsverða lukku áheyrenda.Söng af smekkvísi og fágun Flutningurinn var fínn. Benedikt Kristjánsson tenór söng flesta ritningarstaðina og gerði það af smekkvísi og fágun. Hildigunnur Einarsdóttir alt kom einnig fram, og var það í hápunkti tónsmíðarinnar, þegar heilagur andi yfirskyggir postulana og þeir tala tungum. Hildigunnur söng prýðilega, af krafti og innileika, tær röddin kom einstaklega vel út. Kórinn Schola cantorum söng sömuleiðis af hrífandi einlægni, og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju var með allt á hreinu. Þrjár hvítasunnukantötur eftir Bach (BWV 172, 6 og 34) voru ekki eins skemmtilegar. Hljómsveitin spilaði þá verr, hver svo sem ástæðan var. Margt var vissulega fallegt, heildarhljómurinn var þýður og áheyrilegur, en ýmsar einleiksstrófur voru lítt áheyrilegar. Munaði mest um þrjá trompetleikara sem hittu ekki alltaf á rétta tóna. Kórinn, Schola cantorum, auk Mótettukórs kirkjunnar, sem bættist við í síðustu kantötunni, söng þó ágætlega, söngurinn var ávallt þéttur og fókuseraður. En ósannfærandi hljómsveitarleikurinn gerði að verkum að heildarmyndin hitti aldrei í mark, jafvel þótt einsöngvararnir stæðu sig yfirleitt eins og best verður á kosið. Tónleikarnir voru nokkuð langir. Þeir hófust klukkan fimm. Gestir sem sátu hægra megin í kirkjunni máttu þola sólina í andlitið allan tímann, þeir voru nánast steiktir lifandi. Auðvitað var ekki hægt að spá fyrir um veðrið þegar dagskráin var plönuð, en minna hefði svo sannarlega verið meira hér.Veni, Sancte Spiritus eftir Sigurð Sævarsson var góð skemmtun, en þrjár kantötur eftir Bach voru síðri.
Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira