Tveir meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 15:00 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um. Vísir/GETTY „Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
„Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira