Gerrard gæti mætt með Rangers á Meistaravelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 23:30 Gerrard og strákarnir hans gætu mætt KR, toppliði Pepsi Max-deildarinnar, í forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/getty Skoska stórveldið Rangers, sem Steven Gerrard stýrir, er eitt þeirra liða sem KR getur mætt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Dregið verður í 1. umferð forkeppni Evrópu- og Meistaradeildarinnar á morgun. Leikirnir fara fram í næsta mánuði. KR er í neðri styrkleikaflokki í drættinum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Auk Rangers getur KR mætt Hirti Hermannssyni og félögum í danska liðinu Bröndby, Cork (Írlandi), Molde (Noregi) og Crusaders (N-Írlandi). Annað árið í röð geta Íslandsmeistarar Vals mætt Noregsmeisturum Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur er neðri styrkleikaflokki og getur dregist á móti Rosenborg, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi), HJK Helsinki (Finnlandi), Maribor (Slóveníu), Dundalk (Írlandi) og The New Saints (Wales). Rosenborg sló Val út í 1. umferðinni í fyrra á afar umdeildan hátt, samanlagt 3-2. Danski framherjinn Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæsluna og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, fékk tveggja leikja bann frá UEFA fyrir mótmæli. Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir ellefu árum. HJK, Dundalk, Maribor og The New Saints hafa einnig öll mætt íslenskum liðum á undanförnum árum, bæði í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar. Bikarmeistarar Stjörnunnar eru í efri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og ætti að fá nokkuð viðráðanlegan andstæðing. Stjarnan getur mætt Saint Patrick's (Írlandi), RoPS Rovaniemi (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Barry Town (Wales)/Cliftonville (N-Írlandi), Levadia Tallin (Eistlandi) og KÍ (Færeyjum)/Tre Fiori (San Marinó). Breiðablik er í neðri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og geta mætt Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í sænska liðinu Malmö, Vaduz (Liechtenstein), Brann (Noregi), Vitebsk (Hvíta-Rússlandi) og Kilmarnock (Skotlandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Skoska stórveldið Rangers, sem Steven Gerrard stýrir, er eitt þeirra liða sem KR getur mætt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Dregið verður í 1. umferð forkeppni Evrópu- og Meistaradeildarinnar á morgun. Leikirnir fara fram í næsta mánuði. KR er í neðri styrkleikaflokki í drættinum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Auk Rangers getur KR mætt Hirti Hermannssyni og félögum í danska liðinu Bröndby, Cork (Írlandi), Molde (Noregi) og Crusaders (N-Írlandi). Annað árið í röð geta Íslandsmeistarar Vals mætt Noregsmeisturum Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur er neðri styrkleikaflokki og getur dregist á móti Rosenborg, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi), HJK Helsinki (Finnlandi), Maribor (Slóveníu), Dundalk (Írlandi) og The New Saints (Wales). Rosenborg sló Val út í 1. umferðinni í fyrra á afar umdeildan hátt, samanlagt 3-2. Danski framherjinn Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæsluna og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, fékk tveggja leikja bann frá UEFA fyrir mótmæli. Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir ellefu árum. HJK, Dundalk, Maribor og The New Saints hafa einnig öll mætt íslenskum liðum á undanförnum árum, bæði í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar. Bikarmeistarar Stjörnunnar eru í efri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og ætti að fá nokkuð viðráðanlegan andstæðing. Stjarnan getur mætt Saint Patrick's (Írlandi), RoPS Rovaniemi (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Barry Town (Wales)/Cliftonville (N-Írlandi), Levadia Tallin (Eistlandi) og KÍ (Færeyjum)/Tre Fiori (San Marinó). Breiðablik er í neðri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og geta mætt Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í sænska liðinu Malmö, Vaduz (Liechtenstein), Brann (Noregi), Vitebsk (Hvíta-Rússlandi) og Kilmarnock (Skotlandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira