Marco Giampaolo er 51 árs gamall og hefur stýrt níu liðum á Ítalíu en Giampaolo hætti með Sampdoria á laugardaginn til þess að taka við AC Milan.
Giampaolo tekur við AC Milan af Gennaro Gattuso sem hætti sjálfviljugur með AC eftir tímabilið en AC Milan endaði í fimmta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Comunicato Ufficiale: Marco Giampaolo https://t.co/tdRtTYqzGj
— AC Milan (@acmilan) June 19, 2019
Official Statement: Marco Giampaolo https://t.co/tjukG4NVJkpic.twitter.com/sMCnEZEyVt
Giampaolo hefur stýrt Sampdoria síðustu þrjú ár en hann endaði með liðið í ellefta, tíunda og níunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar tímabilin þrjú.
Þar áður var hann hjá Empoli en alls hefur hann stýrt níu liðum á Ítalíu. Paolo Maldini var á föstudaginn ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan.