Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2019 19:50 Pusha T á tónleikum. Vísir/getty Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en vegna vandræða með vegabréf mun rapptvíeykið Rae Sremmurd ekki troða upp á hátíðinni líkt og tilkynnt var um fyrr í kvöld, en þeir hugðust leysa bresku söngkonuna Ritu Ora af hólmi, sem forfallaðist vegna veikinda. Í stað Rae Sremmurd mun bandaríski rapparinn Pusha T koma fram á Secret Solstice. „Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Scret Solstice sem send var út á áttunda tímanum. Þar er málið rakið en eins og fram kom í fjölmiðlum í dag neyddist Rita Ora til þess að hætta við tónleika sína á Secret Solstice vegna veikinda. Í kjölfarið var strax gengið frá samningum við bræðurna í Rae Sremmurd. Þá kom hins vegar babb í bátinn. „[..] þegar allt var klappað og klárt og búið að senda tilkynningu á fjölmiðla kom í ljós að vegna vegabréfsvandræða kæmust ekki allir úr þeirra hópi til landsins,“ segir í tilkynningu. „Til allra lukku vorum við með fleiri í sigtinu og hafa náðst samningar við Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið. […] Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.“ Pusha T er bandarískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðandi. Nýjasta plata rapparans, Daytona, var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rappplata ársins nú í ár. Hér að neðan má hlusta á lagið If you know you know úr smiðju rapparans. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Sjá meira
Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en vegna vandræða með vegabréf mun rapptvíeykið Rae Sremmurd ekki troða upp á hátíðinni líkt og tilkynnt var um fyrr í kvöld, en þeir hugðust leysa bresku söngkonuna Ritu Ora af hólmi, sem forfallaðist vegna veikinda. Í stað Rae Sremmurd mun bandaríski rapparinn Pusha T koma fram á Secret Solstice. „Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Scret Solstice sem send var út á áttunda tímanum. Þar er málið rakið en eins og fram kom í fjölmiðlum í dag neyddist Rita Ora til þess að hætta við tónleika sína á Secret Solstice vegna veikinda. Í kjölfarið var strax gengið frá samningum við bræðurna í Rae Sremmurd. Þá kom hins vegar babb í bátinn. „[..] þegar allt var klappað og klárt og búið að senda tilkynningu á fjölmiðla kom í ljós að vegna vegabréfsvandræða kæmust ekki allir úr þeirra hópi til landsins,“ segir í tilkynningu. „Til allra lukku vorum við með fleiri í sigtinu og hafa náðst samningar við Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið. […] Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.“ Pusha T er bandarískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðandi. Nýjasta plata rapparans, Daytona, var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rappplata ársins nú í ár. Hér að neðan má hlusta á lagið If you know you know úr smiðju rapparans.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53