Þarf að hafa það á samviskunni að hafa ekki trúað Ellen Degeneres Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2019 11:53 Móðir Ellenar Degeneres kom á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað frásögn Ellenar um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11