Þarf að hafa það á samviskunni að hafa ekki trúað Ellen Degeneres Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2019 11:53 Móðir Ellenar Degeneres kom á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað frásögn Ellenar um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Sjá meira
Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Sjá meira
Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11