Fótbolti

Henderson: Höfum verið óheppnir en það gerir þetta sætara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henderson smellir kossi á gullmedalíuna.
Henderson smellir kossi á gullmedalíuna. vísir/getty
„Það er erfitt að lýsa þessu. Við vorum svo óheppnir í úrslitaleiknum í fyrra, í ensku úrvalsdeildinni í ár og höfum svo oft verið óheppnir. En það gerir þetta sætara,“ sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir sigurinn á Tottenham, 0-2, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Liverpool tapaði fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en í ár var annað uppi á teningnum.

„Við nýttum vonbrigðin og héldum áfram allt til loka. Ég er svo stoltur að vera hluti af þessu liði. Við höfum verið frábærir allt tímabilið,“ sagði Henderson.

Liverpool varðist vel í úrslitaleiknum í kvöld og gaf fá færi á sér.

„Við spiluðum ekkert sérstaklega vel í kvöld en sýndum karakter og kláruðum þetta,“ sagði Henderson að lokum.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra fagnar því að bikarinn sé kominn heim

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er eldheitur stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool sem fyrr í kvöld varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins með sigri á Tottenham á Metropolitano-vellinum í Madríd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×