Yfirburðir Modis raktir til þjóðernishyggju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:30 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Nordicphotos/AFP Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP-flokkurinn ynnu stórsigur í nýafstöðnum kosningum á Indlandi. Þetta kom fram í umfjöllun Foreign Policy. Allt kom þó fyrir ekki, BJP fékk 303 þingsæti af 543, kosningabandalag flokksins heil 352 og Modi situr áfram sem fastast. Útskýra má þennan óvenjulega stórsigur Modis, samkvæmt Foreign Policy, með því að forsætisráðherrann hafi náð að ala á ótta gagnvart ólöglegum innflytjendum, þjóðaröryggishættum og hryðjuverkasamtökum. Hann hafi, með þjóðernishyggjuna að vopni, náð að fylkja hindúum að baki sér. Þetta mátti til að mynda sjá á sigurræðu Modis þar sem hann sagði veraldarhyggjuna og hugmyndina um aðskilnað ríkis og trúar hefðu borið skipbrot. Haft var eftir Mohan Bhagwat, einum hugmyndasmiða BJP, í þessu samhengi að íbúar Indlands væru hindúar. BJP hafi því komið því í gegn á síðasta ári að múslimar í ríkjum á borð við Assam, sem er á landamærunum við Bangladess og hýsir því nokkurn fjölda múslima, yrðu með í manntalinu. Þessir múslimar voru því ekki á kjörskrá en hefðu trúlega síður kosið BJP enda byggist flokkurinn á hindúaþjóðernishyggju. Í ljósi stefnumála má segja að Modi sé nokkurs konar indversk hliðstæða Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Áherslan liggur á þjóðaröryggi gagnvart utanaðkomandi ógn á borð við ólöglega innflytjendur og hryðjuverkasamtök. Þá fullyrða báðir að „hinn þögli meirihluti“ styðji sig. Hins vegar virðist staða Modis mun sterkari en Trumps, sé miðað við kosningarnar á Indlandi og skoðanakannanir í Bandaríkjunum. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP-flokkurinn ynnu stórsigur í nýafstöðnum kosningum á Indlandi. Þetta kom fram í umfjöllun Foreign Policy. Allt kom þó fyrir ekki, BJP fékk 303 þingsæti af 543, kosningabandalag flokksins heil 352 og Modi situr áfram sem fastast. Útskýra má þennan óvenjulega stórsigur Modis, samkvæmt Foreign Policy, með því að forsætisráðherrann hafi náð að ala á ótta gagnvart ólöglegum innflytjendum, þjóðaröryggishættum og hryðjuverkasamtökum. Hann hafi, með þjóðernishyggjuna að vopni, náð að fylkja hindúum að baki sér. Þetta mátti til að mynda sjá á sigurræðu Modis þar sem hann sagði veraldarhyggjuna og hugmyndina um aðskilnað ríkis og trúar hefðu borið skipbrot. Haft var eftir Mohan Bhagwat, einum hugmyndasmiða BJP, í þessu samhengi að íbúar Indlands væru hindúar. BJP hafi því komið því í gegn á síðasta ári að múslimar í ríkjum á borð við Assam, sem er á landamærunum við Bangladess og hýsir því nokkurn fjölda múslima, yrðu með í manntalinu. Þessir múslimar voru því ekki á kjörskrá en hefðu trúlega síður kosið BJP enda byggist flokkurinn á hindúaþjóðernishyggju. Í ljósi stefnumála má segja að Modi sé nokkurs konar indversk hliðstæða Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Áherslan liggur á þjóðaröryggi gagnvart utanaðkomandi ógn á borð við ólöglega innflytjendur og hryðjuverkasamtök. Þá fullyrða báðir að „hinn þögli meirihluti“ styðji sig. Hins vegar virðist staða Modis mun sterkari en Trumps, sé miðað við kosningarnar á Indlandi og skoðanakannanir í Bandaríkjunum.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira