Yfirburðir Modis raktir til þjóðernishyggju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:30 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Nordicphotos/AFP Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP-flokkurinn ynnu stórsigur í nýafstöðnum kosningum á Indlandi. Þetta kom fram í umfjöllun Foreign Policy. Allt kom þó fyrir ekki, BJP fékk 303 þingsæti af 543, kosningabandalag flokksins heil 352 og Modi situr áfram sem fastast. Útskýra má þennan óvenjulega stórsigur Modis, samkvæmt Foreign Policy, með því að forsætisráðherrann hafi náð að ala á ótta gagnvart ólöglegum innflytjendum, þjóðaröryggishættum og hryðjuverkasamtökum. Hann hafi, með þjóðernishyggjuna að vopni, náð að fylkja hindúum að baki sér. Þetta mátti til að mynda sjá á sigurræðu Modis þar sem hann sagði veraldarhyggjuna og hugmyndina um aðskilnað ríkis og trúar hefðu borið skipbrot. Haft var eftir Mohan Bhagwat, einum hugmyndasmiða BJP, í þessu samhengi að íbúar Indlands væru hindúar. BJP hafi því komið því í gegn á síðasta ári að múslimar í ríkjum á borð við Assam, sem er á landamærunum við Bangladess og hýsir því nokkurn fjölda múslima, yrðu með í manntalinu. Þessir múslimar voru því ekki á kjörskrá en hefðu trúlega síður kosið BJP enda byggist flokkurinn á hindúaþjóðernishyggju. Í ljósi stefnumála má segja að Modi sé nokkurs konar indversk hliðstæða Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Áherslan liggur á þjóðaröryggi gagnvart utanaðkomandi ógn á borð við ólöglega innflytjendur og hryðjuverkasamtök. Þá fullyrða báðir að „hinn þögli meirihluti“ styðji sig. Hins vegar virðist staða Modis mun sterkari en Trumps, sé miðað við kosningarnar á Indlandi og skoðanakannanir í Bandaríkjunum. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP-flokkurinn ynnu stórsigur í nýafstöðnum kosningum á Indlandi. Þetta kom fram í umfjöllun Foreign Policy. Allt kom þó fyrir ekki, BJP fékk 303 þingsæti af 543, kosningabandalag flokksins heil 352 og Modi situr áfram sem fastast. Útskýra má þennan óvenjulega stórsigur Modis, samkvæmt Foreign Policy, með því að forsætisráðherrann hafi náð að ala á ótta gagnvart ólöglegum innflytjendum, þjóðaröryggishættum og hryðjuverkasamtökum. Hann hafi, með þjóðernishyggjuna að vopni, náð að fylkja hindúum að baki sér. Þetta mátti til að mynda sjá á sigurræðu Modis þar sem hann sagði veraldarhyggjuna og hugmyndina um aðskilnað ríkis og trúar hefðu borið skipbrot. Haft var eftir Mohan Bhagwat, einum hugmyndasmiða BJP, í þessu samhengi að íbúar Indlands væru hindúar. BJP hafi því komið því í gegn á síðasta ári að múslimar í ríkjum á borð við Assam, sem er á landamærunum við Bangladess og hýsir því nokkurn fjölda múslima, yrðu með í manntalinu. Þessir múslimar voru því ekki á kjörskrá en hefðu trúlega síður kosið BJP enda byggist flokkurinn á hindúaþjóðernishyggju. Í ljósi stefnumála má segja að Modi sé nokkurs konar indversk hliðstæða Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Áherslan liggur á þjóðaröryggi gagnvart utanaðkomandi ógn á borð við ólöglega innflytjendur og hryðjuverkasamtök. Þá fullyrða báðir að „hinn þögli meirihluti“ styðji sig. Hins vegar virðist staða Modis mun sterkari en Trumps, sé miðað við kosningarnar á Indlandi og skoðanakannanir í Bandaríkjunum.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira