Sjáðu frábæra nýja Nike auglýsingu fyrir HM kvenna í fótbolta: „Ertu tilbúin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 10:30 Aðalstjarna auglýsingarinnar. Mynd/Twitter/Nike Vel heppnuð Nike auglýsingu fyrir HM kvenna undir einkunnarorðunum: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudaginn með leik gestgjafa Frakka og Suður-Kóreu. Íþróttavöruframleiðandinn Nike lét gera auglýsingu fyrir HM kvenna í ár og heppnaðist hún mjög vel. Áhuginn á kvennafótboltanum er alltaf að aukast í heiminum og heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefur stækkað mjög mikið á síðasta áratug. Mótið heppnaðist einstaklega vel í Kanada fyrir fjórum árum og því er búist við mjög áhugaverðu móti í Frakklandi næsta mánuðinn. Nike er þekkt fyrir sýnar heimspekilegu og hvetjandi auglýsingar og sú nýjasta fellur vel inn í þann flokk. Auglýsingin snýst um það hvert draumarnir geta tekið unga knattspyrnukonu í dag. Inntakið er: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“ Aðalstjarna hennar er stelpa sem hefur verið valin til að fylgja leikmanni út á völlinn fyrir leik á HM. Leikmaðurinn er hollenska stórstjarnan og Evrópumeistarinn Lieke Martens sem spilar með Barcelona og var kosin besta knattspyrnukona heims í október 2017. Lieke Martens spyr stelpuna hvort hún sé tilbúin og það er eins gott því í framhaldi fer hún í rússibanareið um hinar ýmsu kringumstæður í fótboltaleik. Auglýsingin hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og ekki af ástæðulausu. Hún hrífur flesta sem horfa og ætti bara að auka áhuga heimsins á komandi heimsmeistarakeppni þar sem bestu knattspyrnukonur heims berjast um stærsta titilinn í boði. Það má sjá þessa vel heppnuðu auglýsingu hér fyrir neðan.Don’t change your dream. Change the world. #justdoitpic.twitter.com/0cJ1ZTPyVn — Nike (@Nike) June 1, 2019 HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Vel heppnuð Nike auglýsingu fyrir HM kvenna undir einkunnarorðunum: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudaginn með leik gestgjafa Frakka og Suður-Kóreu. Íþróttavöruframleiðandinn Nike lét gera auglýsingu fyrir HM kvenna í ár og heppnaðist hún mjög vel. Áhuginn á kvennafótboltanum er alltaf að aukast í heiminum og heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefur stækkað mjög mikið á síðasta áratug. Mótið heppnaðist einstaklega vel í Kanada fyrir fjórum árum og því er búist við mjög áhugaverðu móti í Frakklandi næsta mánuðinn. Nike er þekkt fyrir sýnar heimspekilegu og hvetjandi auglýsingar og sú nýjasta fellur vel inn í þann flokk. Auglýsingin snýst um það hvert draumarnir geta tekið unga knattspyrnukonu í dag. Inntakið er: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“ Aðalstjarna hennar er stelpa sem hefur verið valin til að fylgja leikmanni út á völlinn fyrir leik á HM. Leikmaðurinn er hollenska stórstjarnan og Evrópumeistarinn Lieke Martens sem spilar með Barcelona og var kosin besta knattspyrnukona heims í október 2017. Lieke Martens spyr stelpuna hvort hún sé tilbúin og það er eins gott því í framhaldi fer hún í rússibanareið um hinar ýmsu kringumstæður í fótboltaleik. Auglýsingin hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og ekki af ástæðulausu. Hún hrífur flesta sem horfa og ætti bara að auka áhuga heimsins á komandi heimsmeistarakeppni þar sem bestu knattspyrnukonur heims berjast um stærsta titilinn í boði. Það má sjá þessa vel heppnuðu auglýsingu hér fyrir neðan.Don’t change your dream. Change the world. #justdoitpic.twitter.com/0cJ1ZTPyVn — Nike (@Nike) June 1, 2019
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira