Love Guru gefur út nýtt lag, myndband og nýja plötu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júní 2019 13:30 Í myndbandinu fær Love Guru aftur aðstoð frá Þórði Erni Guðmundssyni (70 ára, Papa Guru) Tónlistarmaðurinn Love Guru gaf út nýtt lag á föstudaginn og ber lagið nafnið Lífið er ljúft en í laginu er kvennastuðgríndúettinn Bergmál. „Lagið átti fyrst að vera óður til markahróksins Tryggva Guðmundssonar og voru fyrstu drög lagsins samin þegar Tryggvi sló markametið í efstu deild á Íslandi, fyrir einhverjum 7 árum eða svo,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Love Guru. „Ekkert varð úr því og var lagið hirt aftur upp úr skúffunni tveimur árum síðar þegar planið var að nota að sem sumarsmell útvarpsþáttarins Hansastél sem ég og Salka Sól stjórnuðu. Aftur varð lítið úr og lagðist þá smellurinn í dvala í önnur tvö ár þegar ákveðið var að gefa hinni kynþokkafullu fitubollu, Love Guru lagið.“ Nú fjórum upptökustjórum og átta remixurum síðar er Love Guru tilbúinn að hleypa laginu út í sólina. Bergmál stúlkurnar hafa áður sungið með Gura en þær tóku þátt í ætluðu dansæði Jackinu fyrir nokkrum árum en það æði hefur aðeins látið standa á sér.Love Guru á sviðinu um helgina.Í myndbandinu fær hann aftur aðstoð frá Þórði Erni Guðmundssyni (70 ára, Papa Guru) þar sem Þórður (eldri) dansar um götur Reykjavíkur og ylströndina á sólríkum sumardegi sem lýsir stemmunni í laginu nokkuð vel, Lífið er ljúft. Þann 9. júní mun Love Guru koma fram á Kótelettunni á Selfossi í áttunda skipti og ætlar hann að nota tækifærið og gefa út brakandi nýja plötu á Spotify þann dag, Dansaðu fíflið þitt, Dansaðu! Þar má finna nokkur lög sem áður hafa komið „Það má finna marga merkilega og góða gesti á plötunni, Biggi Veira úr GusGus aðstoðaði bolluna með taktinn í einu lagi, Helgi Sæmundur úr Úlfi Úlfi gerði sexý takt rétt eins og Addi ofur.“ Hér er hægt að fylgjast með Love Guru á Facebook en hér að neðan má sjá myndbandið við nýja lagið. Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Love Guru gaf út nýtt lag á föstudaginn og ber lagið nafnið Lífið er ljúft en í laginu er kvennastuðgríndúettinn Bergmál. „Lagið átti fyrst að vera óður til markahróksins Tryggva Guðmundssonar og voru fyrstu drög lagsins samin þegar Tryggvi sló markametið í efstu deild á Íslandi, fyrir einhverjum 7 árum eða svo,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Love Guru. „Ekkert varð úr því og var lagið hirt aftur upp úr skúffunni tveimur árum síðar þegar planið var að nota að sem sumarsmell útvarpsþáttarins Hansastél sem ég og Salka Sól stjórnuðu. Aftur varð lítið úr og lagðist þá smellurinn í dvala í önnur tvö ár þegar ákveðið var að gefa hinni kynþokkafullu fitubollu, Love Guru lagið.“ Nú fjórum upptökustjórum og átta remixurum síðar er Love Guru tilbúinn að hleypa laginu út í sólina. Bergmál stúlkurnar hafa áður sungið með Gura en þær tóku þátt í ætluðu dansæði Jackinu fyrir nokkrum árum en það æði hefur aðeins látið standa á sér.Love Guru á sviðinu um helgina.Í myndbandinu fær hann aftur aðstoð frá Þórði Erni Guðmundssyni (70 ára, Papa Guru) þar sem Þórður (eldri) dansar um götur Reykjavíkur og ylströndina á sólríkum sumardegi sem lýsir stemmunni í laginu nokkuð vel, Lífið er ljúft. Þann 9. júní mun Love Guru koma fram á Kótelettunni á Selfossi í áttunda skipti og ætlar hann að nota tækifærið og gefa út brakandi nýja plötu á Spotify þann dag, Dansaðu fíflið þitt, Dansaðu! Þar má finna nokkur lög sem áður hafa komið „Það má finna marga merkilega og góða gesti á plötunni, Biggi Veira úr GusGus aðstoðaði bolluna með taktinn í einu lagi, Helgi Sæmundur úr Úlfi Úlfi gerði sexý takt rétt eins og Addi ofur.“ Hér er hægt að fylgjast með Love Guru á Facebook en hér að neðan má sjá myndbandið við nýja lagið.
Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira