Upphitun: Mercedes mætir enn sterkara til Kanada Bragi Þórðarson skrifar 6. júní 2019 19:45 Mercedes mætir með nýjar vélar til Kanada Getty Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Gilles Villenueve brautinni í Montreal um helgina. Brautin er í miklu uppáhaldi hjá ríkjandi heimsmeistara, Lewis Hamilton, því Bretinn hefur unnið þessa keppni alls sex sinnum. Vinni Hamilton um helgina mun hann jafna met Michael Schumacher sem vann sjö sinnum í Kanada á sínum ferli. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi þetta tímabil. Lélegasti árangur liðsins kom í Mónakó þegar Hamilton vann en Valtteri Bottas endaði þriðji. Í öllum öðrum mótum ársins hafa Mercedes bílarnir endað í fyrsta og öðru sæti. Bæði Ferrari og Honda hafa uppfært vélar sínar fyrr á þessu tímabili í þeim tilgangi að minnka bilið í Mercedes. Nú eru það hins vegar Mercedes sem mæta með uppfærða vél. Það lofar ekki góðu fyrir liðin sem eru að reyna að keppa við fimmföldu meistarana. Brautin í Montreal er afar teknísk og krefst mikils afls, þess vegna mæta vélarframleiðendur yfirleitt með uppfærslur til Kanada. Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18 á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Gilles Villenueve brautinni í Montreal um helgina. Brautin er í miklu uppáhaldi hjá ríkjandi heimsmeistara, Lewis Hamilton, því Bretinn hefur unnið þessa keppni alls sex sinnum. Vinni Hamilton um helgina mun hann jafna met Michael Schumacher sem vann sjö sinnum í Kanada á sínum ferli. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi þetta tímabil. Lélegasti árangur liðsins kom í Mónakó þegar Hamilton vann en Valtteri Bottas endaði þriðji. Í öllum öðrum mótum ársins hafa Mercedes bílarnir endað í fyrsta og öðru sæti. Bæði Ferrari og Honda hafa uppfært vélar sínar fyrr á þessu tímabili í þeim tilgangi að minnka bilið í Mercedes. Nú eru það hins vegar Mercedes sem mæta með uppfærða vél. Það lofar ekki góðu fyrir liðin sem eru að reyna að keppa við fimmföldu meistarana. Brautin í Montreal er afar teknísk og krefst mikils afls, þess vegna mæta vélarframleiðendur yfirleitt með uppfærslur til Kanada. Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18 á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira