Hvor hættir á undan, Buffon eða Gunnleifur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 15:45 Gunnleifur Gunnleifsson og Gianluigi Buffon. Samsett/Bára og Getty Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn